Færsluflokkur: Bloggar
11.11.2008 | 16:02
Spilling, óhæf valdstjórn og þjófar
Ég eins og örugglega flestir Íslendingar ber ugg í hjarta yfir framtíð þessa lands en þessi óvissa og þögn stjórnvalda verður þess valdandi að ég efast um heilindi þeirra. Ég hef reynt eftir megni er ég blogga hér að nefna menn ekki með nafni til að meiða ekki neinn. En mér finnst að stjórnvöld og pólitíkusar hafi meitt okkur (þjóðina) svo mikið að héðan í frá ætla ég að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Er ekki einkavæðingin, frjálshyggjan og græðisvæðingin runnin undan rifjum sjálfstæðismanna ? Hefur ekki allt þetta fjármálasukk og spilling fengið að grassera undir þeirra verndarvæng ? Eru pólitíkusar þá ekki ábyrgir ?
Það var gott að hlusta á Einar Má í Kastljósinu í gær. Þarna kom loks maður sem talar Íslensku og talar ekki eins og þjóðin sé samansafn af vitleysingjum sem ekkert skilja og ekkert vita. Málið er að það er fullt af ábyrgu, menntuðu og ópóltísku fólki sem gæti fyllt sæti þessara óhæfu stjórnmálamanna sem eru búnir að sanna sig að vera gersamlega óhæfir til að stjórna þessu landi. Spillingin og hagsmunagæslan sem þrífst á alþingi og í landstjórninni er slík að engin og ég segi engin af þeim er sitja í valdstjórninni er hæfur til að vera þar. Þess vegna hlýtur það að vera krafa þjóðarinnar að þetta fólk víki og ekki nóg með það heldur þarf að koma öllum sjálfstæðismönnum úr valdastöðum. Því nú er sjálfstæðisflokkurinn að sína sitt rétta andlit hagsmunasamtök valds og peningamanna. Framsóknarflokkinn þarf ekki að tala um hann er hvort eð er ekki til lengur og mér sýnist vera nákvæmlega sami eiginhagsmuna rassinn undir samfylkingunni líka. Hvar er forseti vor sem búin er að túra heiminn og hampa útrásar (ég fæ mig ekki til að segja víkingum, því af þeim er ég stoltur) heldur ætla ég að segja þjófunum. Því hvað eru menn sem eru búnir að sölsa undir sig tólffalda landsframleiðslu heillar þjóðar undir sig annað en þjófar ? Af hverju eru þessir menn sem voru í forsvari fyrir bönkunum og öðrum fjárfestingarfyrirtækjum ekki sýnilegir á síðustu vikum ? Hvað með þessa tvo hulduseðlabankastjóra sem aldrei hafa þurft að svara fyrir einu eða neinu ?
Eina leiðin til að taka til í okkar samfélagi er að sópa öllu þessu líði út. Bókstaflega gera byltingu. Moka líka út úr alþingi. Koma á fót þjóðstjórn sem hefði vald til að sækja þjófana og taka þýfið til baka og koma mönnum sem staðnir verða af skjalafalsi og undandrætti á fjármunum þjóðarinnar á bak við lás og slá.
Þetta virkar kannski róttækt sem ég hef sagt hér að ofan ? En er það ? Sjáum hvað tíminn mun leiða í ljós.
Lítum til baka. Hvað gerðist í Frakklandi þegar þjóðin var búin að fá nóg af yfirgangi og græðgi aðalsins. Hvað skeði þá. Sama sagan gerðist í Rússlandi. Þegar bókstaflega er búið að mergsjúga eina þjóð inn að beini, þá rís hún upp og veltir af sé okinu. Og hana nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 18:58
Uppsagnir á uppsagnir ofan.
Er það ekki einhvernveginn þannig að okkur finnst aldrei neitt slæmt muni henda okkur sjálf ? Þegar ég var ungur maður valdi ég að læra bakaraiðn, vegna þess að seint mundu menn hætta að eta brauð? En svo stend ég í þeim sporum í dag að það er búið að segja mér upp störfum hjá Myllunni. Það á að leggja niður öll bakaríin sem Myllan hefur rekið í samvinnu við Hagkaup til margara ára. Kjötborðin eru víst að fara sömu leið ? Ég fyllist þvílíkri gremju og reiði að manni langar mest að berja næsta mann ? Ég setti hér á bloggið um daginn í hálfgerðu joki að við værum bananalíðveldi. Kannski var að ekki svo mikið grín ? Ég held að þetta sé bara rétt byrjunin á hrinu uppsagna og falli fjölmargra fyrirtækja ? Svo standa menn fyrir framan mann sem hafa áskrift að einni miljón á mánuði og seigja mér þykir afskaplega leitt hve margir eru að missa vinnuna sína ! Og utanríkisráðherra einn sagði vissulega taka stjórnmálamenn á sig byrðar Djö...... bullshit.
Við hin vinnandi stétt verðum að fara að taka til okkar ráða. Valdstjórin sem situr ætlar ekki að víkja né breyta nokkrum sköpuðum hlut. Ef við verðum að grípa til ofbeldis þá so be it ef ekki verður tekið mark á okkur öðruvísi.
Ég er kannski hér að fá útrás á reiði minni ? En ég trúi að fleyrum líði eins og mér. Látið heyra í ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 18:08
Bananalíðveldi
Bananalíðveldi ! Þetta er orð sem alltaf hefur í mínum huga átti við ríki í Suður Ameríku hefur nú fengið nýtt gildi því nú á þetta við landið okkar Ísland. Í Chile , Hondurass og fleyri löndum er það hástéttin eða réttara sagt nokkrar fjölskyldur sem bókstaflega hafa sölsað undur sig allan auð þessara landa og halda þar afleiðandi um stjórnvölinn. Almúginn má svo lepja skít úr skel. Hvað er að gerast hér ? Hér skiptist þjóðin í tvo hluta auðmenn og aumingja. Allavega get ég ekki annað séð en að þeir sem halda um stjórnartaumana hér líti þannig á hlutina.
Skipun bankastjóra á tveggja miljón kr mánaðarlaunum ætti að segja okkur að ekkert á að breytast. Geir Horde ætlar engu að breyta. Sömu menn og leiddu þessa ógæfu eiga að ganga stikkfrí frá þessum ósköpum. Valdstjórnin ætlar að sitja sem fastast og vona sjálfsagt að þetta blási yfir á nokkrum vikum eins og venjan er með Íslenska þjóð (aumingjana) Svo gengur höfuðútrásarvíkingurinn fram fyrir skjöldu og lætur sig hafa að segja ÞETTA ER YKKUR AÐ KENNA Ykkur helv.... aumingjarnir ykkar sem létuð renna á ykkur kaupæði.
Er bara ekki að renna upp vélbyssutíð ? Kennir ekki sagan okkur það að engin þjóð lætur kúga sig endalaust. Á endanum veltir hún af sér okinu. Tökum fram sverð okkar og skildi, bítum í skjaldarrönd og gerum byltingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 10:29
Logar á Kringukránni helgina 31 okt og 1 november
Á þessum myndum eru kapparnir í góðri sveiflu á þjóðhátíð.
Næstu helgi munu gömlu kempurnar í hinni langlífu hljómsveit Logar koma saman á Kringlukránni í Reykjavík og skemmta gestum kráarinnar. Það er gaman að segja frá því að á næsta ári 2009 munu Logar fagna 45 ára afmæli hljómsveitarinnar. Verður það að teljast langur líftími hljómsveitar ? Líklega elsta starfandi hljómsveit þessa lands. Margir munu sjálfsagt spyrja á ekki að gera eitthvað á svona stórum tímamótum? Reynslan hefur kennt að best er að vera ekki með stórar yfirlýsingar, en vissulega væri þetta verðugt tilefni. Svo það er aldrei að vita ?
Það hefur alltaf verið verulega góð mæting er Logar hafa spilað á kránni og verður sjálfsagt engin breyting á því þessa helgi ?
Mér barst í hendur texti úr Hólminum um daginn frá Ægi Jóhannssyni við lagið Proud Mary frá C.C.R. og leyfi ég mér að birta hann hér
Logar.
Lag: Proud Mary (John Fogerty)
Ég er fæddur útí eyjum
ungur fór ég oft á þjóðhátíð
Í Herjólfsdalnum dvaldi í innréttuðu tjaldi
Brekkusöngva kyrjaði uppí hlíð
Við bálið á Fjósakletti
Hljómsveit úr klaufum sletti.
Logar, logar, í dalnum léku logar
Var ég af værum blundi vakinn upp um kalda vetrarnótt
Birta yfir bænum,Bjarmi yfir sænum
Út um gluggann starði, var ekki rótt
Fiðring mig ennþá fæ um
Austur á Kirkjubæjum
Logar, logar, við himin léku logar.
Komið hef ég aldrei aftur
Þar sem æskuglaður dvaldi ég eina tíð.
En oft í draumum mínum á sumardegi fínum
Um Heimagötu geng ég og Grænuhlíð
Vakna ég enn um nætur
því inni við hjartarætur
Logar, logar, en þá leika logar.
Logar, logar, í dalnum léku logar
Logar, logar, við himin léku logar.
Logar, logar, en þá leika logar.
Ægir Jóhannsson. 2004.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 09:01
Þjóðlegheit, kindaskrokkar, Ellí Vilhjálms og krummi
í gær mánudaginn var ég í fríi frá vinnu minni í bakaríinu þar sem ég hafði staðið vaktina alla helgina og að venju fer manni illa að sitja aðgerðarlaus svo fljótlega fór sá gamli að gera skurk í bílskúrnum, því þegar Veturkonungur kemur svona óvænt eins og hann gerði í ár þarf að vera hægt að setja bíllinn inn svo hægt sé að setjast inn í heitan og snjólausan bíl þegar farið er til vinnu eldsnemma að vetrarmorgni. Þegar ég var búin að telja bjórdósir og önnur drykkjarílát í svasrtan plastpoka og ætlaði með út í bíl og opnaði skottið blöstu við mér tveir kindaskrokkar sem nágranni vor hafð sett þar kvöldið áður. Þar með fóru allar skúrtiltektaráætlanir út um þúfur.
Ég setti upp Betty Crocker svuntu og kokkahúfu og bar gripina inn í eldhús og hófst handa við að ganga frá þessum mikla og þjóðlega matarforða. Tveim vikum fyrr hafði kvenleggur konu minnar staðið í slátri hér með miklum bægslagangi og þjóðlegheitum. Síðustu daga hef ég verið að ganga frá vínilplötusafni mínu sem telur á annað þúsund titla og var þess vegna með kassa af Íslenskum vinil inni á gólfi hjá mér. Þannig að ég fór á Íslenskt vinilflipp með kjötskurðinum. Svo kom konan heim upp úr hádeginu og fór strax í svuntu og datt inn í herlegheitin.
Með tilliti til ástandsins í okkar annars ágæta samfélagi fannst mér ég verða að segja frá þessum þjóðlega degi okkar og til að kóróna allt fórum við með beinaúrganginn í Kölku sem er Sorpa okkar Suðurnesjamanna og þar fékk starfsmaður leyfi til að hirða annan beinaúrgangspokann því þeir eru að ala hrafn þarna. Þannig að nýting var alger. Krummi krunkar úti kallar á nafna sinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 15:46
Sandgerðisdagar.
Nú er hin árlega bæjarhátíð Sandgerðinga Sandgerðisdagar að baki og held ég að óhætt sé að staðhæfa að vel hafi til tekist ef veður er frátalið. Það verður seint sagt að veðrið hafi verið gott. Við hjónin settimst niður og sömdum lag (Bærinn okkar) til að taka þátt í Sandgerðisdagalags keppni sem var haldin í tilefni hátíðahaldana. Okkur til þó nokkurar undrunar komumst við ekki einu sinn blað. En það er hægt að hlusta á lagið hér á spilaranum.
Lísa Lubbi og Hárvillingarnir alias Hermann Ingi, Elísabet og tilfallandi tónlistarmenn og að þessu sinni Hermann Ingi junior tóku þátt í kvöldskemmtun á stóra sviðinu á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir góða dembu í byrjun tókst bara vel til og fólk tók undir af miklum krafti.
Við feðgarnir sem vertinn á Vitanum kaus að hljómsveitina Hermennirnir spiluðum frá 23:00 til 03:30 bæði kvöldin fyrir fullu húsi bæði kvöldin. Einnig komum við fram í beinni á Bylgjuni hjá einum Hermanninum enn nefnilega Hemma Gunn og Svansí á ferðalgi, sem voru með útsendinu héðan úr Sandgerði í tilefni Sandgerðisdaga.
Fólk leggur ríka áherslu á að skreita hús sín og garða og er bænum skipt upp í fjögur hverfi eða í Gult, rautt, grænt og blátt. Ár frá ári aukast skreitingarnar og skapa sameind og skemmtilega stemmingu í bænum, hér að ofan sjáið þið okkar framlag til skreitingana og við erum eins og sjá má í græna hverfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 10:34
Bakkafjara, Beach Boys og Bubbi
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að tala um Bakkafjöruævintýrið á mánudeginum eftir Þjóðhátíð ? En ég stendst ekki mátið að slengja hér fram vísu sem beið mín á frystihurðinni á vinnustaðnum, sem samstarfsmaður minn þar Jómbi nokkur Brainpolice trommari og puntbakari hafði sett saman og sett þarna á hurðina.
Á gúmmíbát þeir sigldu í strand
milli lands og Eyja.
Meðan Hermann Ingi óð í land
hélt Bubbi að hann væri að deyja.
Annar gárungur hefur lagt til að frá og með þessum mánudegi ættu Logar að heita The Beach Boys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 12:58
Saving Iceland ?
Hvað er þetta lið að gera hér á okkar landi og skipta sér af okkar högum ? Það er ekki einn einasti íslendingur þarna á meðal ? Það er til gamalt máltæki sem segir sláðu ekki á höndina sem fæðir þig það er nú bara einu sinni svo að áll er orðin okkar helsta útflutningsvara líkt og síldin var forðum daga og sjávarútvegurinn hefur verið fram á þennan dag. En nú flytjum við meira af áli út en sjávarafurðum. Við erum einfaldlega að nýta landsins gæði eins og sá gamli uppi sagði okkur að gera í upphafi vega.
Þetta eru í flestum tilfellum ríkra manna börn sem hafa ekkert betra við tímann að gera en að leika sér hér viða að bjarga ÍSLANDI ? Frá hverjum fjandanum spyr ég nú bara ?
Ég fyllist alltaf reiði yfir því hvernig fjölmiðlar hlaupa upp til handa og fóta og birta fréttir af þessum apaköttum sem hlekkja sig saman yfir almenningsvegi eða hlekkja sig við vinnuvélar og trufla þar með brauðstrit manna sem þar eru að draga björg í bú.
Hvernig skyldi vera dæmt í máli manns er kæmi þarna keyrandi grandalaus á þokkalegum hraða og keyrði yfir þessa hlekkjuðu mótmælendur ?
Besta ráðið við þessum ósóma er að gersamlega ignora þessi idiot og hreinlega banna fréttaflutning af svona uppákomum. Þá yrði þetta ekkert skemmtiefni fyrir þessa útlendu auðnuleysingja. Og hana nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2008 | 23:14
Hækkandi bensínverð, Bush og íslenskur barlómur
Það er annað hvort í ökkla eða eyra ? Þetta er þriðja bloggið mitt á einum sólarhring.
Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég email sem hvatti mig og reyndar alla hugsandi Íslendinga að bregðast við áður en bensínverðið færi í 200 kall ! Mig rak í rogastans því þarna var komin hugmynd sem hafði lostið ofan í huga minn fyrir ekki all löngu síðan. Þetta að frysta úti eitt olíufélag í einu. Það er einhvernvegin þannig að ef þú gerir ekkert með hugmyndir þínar þá framkvæmir bara eitthver annar þær. En hvað um það hugmyndin er góð og ég fagna því að hún skuli vera komin af stað. En er eitthvað að gerast ? Ég ætlaði að kaupa bensín á laugardaginn var, var á leið upp í Borgarfjörð og renndi við á Fitjunum til að kaupa í Orkunni. En þá brást svo við að ég gat ómögulega munað pinnumerið og á endanum varð ég að kaupa bensín hjá N1 sem ég ætlaði alls ekki að gera. Ég spurði bensínafgreiðslumann (sem er örugglega ekki á neinum forstjóralaunum) hvort eitthvað hefði minkað að gera hjá þeim ? Hann svaraði því neitandi og fór svo að halda uppi vörnum fyrir framferði olíufélagana. Hvað er eiginlega að mönnum ? Hugsaði ég er hann hafði rennt kortinu mínu í gegnum vélina og hirt af mér 8500 kr takk fyrir. En af hverju í ósköpunum getum við Íslendingar ekki staðið saman um hluti sem þessa ? Ég man þá daga er gaus í Eyjum (eins og ekki sé nóg búið að ræða um goslok hér í bloggheimum ?) hvernig þjóðin stóð saman sem einn maður og allar hendur á lofti til að bjarga málunum.
Af hverju er þetta orðið svona ? Hvað veldur því að olíuverð hefur rokið svona upp ? Mér verður hugsað til vanvitans er situr í hvíta húsinu í Wasington. Hafið þið aldrei pælt í því að hann er höfuð einnar stærstu olíu famelíu í Bandaríkjunum ? Déskoti held ég að hann og allt hans lið græði á tá og fingri nú.
En við verðum að passa okkur á því að falla ekki ofan í barlómspyttinn og leggjast í þunglyndi heldur snúa bökum saman og velgja okkar olíufurstum undir uggum og framkvæmum þessa brillíant hugmynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 14:40
Þankar vegna löggæslumyndavéla
Ég bloggaði hér á síðunni um löggæslumyndavélar og sektarmiðana sem Sandgerðingar eru eiginlega búnir að fá nóg af. Þetta eru smá þankar um sama mál
Það hefur verið talsverð umræða um að flytja störf út á landsbyggðina á síðustu árum og er það í sjálfu sér hið besta mál. En hvernig er þetta með lögregluembættið á Snæfellsnesi og eitthvað kemur Hvolsvöllur inn í myndina líka. Er verið að skapa atvinnu fyrir fólk á þessum stöðum við að eltast við löghlíðina borgara hér á Suðurnesjum sem verður það eitt á að keyra einn til fjóra kílómetra yfir hraðatakmörkum hér á Sandgerðisvegi en að öðru ósköp friðsælir og hættulausir borgar. Svo er verið að taka sama manninn í níunda skiptið fyrir að keyra á 180 km hraða og hann bara skrifar undir játningu og keyrir svo af stað aftur. Hann fær væntanlega himinháar sektir sem hann að sjálfsögðu borgar aldrei og ekki er til pláss í fangelsum þessa lands sem eru uppfull af útlendum atvinnukrimmum sem finnst fangavistin hér vera eins og dvöl á heilsuhóteli. Svo þessir gaurar sem eru hættulegir umhverfi sínu ganga lausir, en þar er líklega miklu vænlegra að eltast við okkur því við væntanlega borgum þessar fjandans sektir. Ég held að lögreglan ætti að snúa sér að því að góma alvöru afbrotamenn og þá sem skapa samborgurum sínu hættu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)