Bakkafjara, Beach Boys og Bubbi

File0208

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að tala um Bakkafjöruævintýrið á mánudeginum eftir Þjóðhátíð ?   En ég stendst ekki mátið að slengja hér fram vísu sem beið mín á frystihurðinni á vinnustaðnum,  sem samstarfsmaður minn þar Jómbi nokkur Brainpolice trommari og puntbakari hafði sett saman og sett þarna á hurðina.

Á gúmmíbát þeir sigldu í strand

milli lands og Eyja.

Meðan Hermann Ingi óð í land

hélt Bubbi að hann væri að deyja.

Annar gárungur hefur lagt til að frá og með þessum mánudegi ættu Logar að heita The Beach Boys.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært grín  en það vantar að klára ....

Á gúmmíbát þeir sigldu í strand

milli lands og Eyja.

Meðan Hermann Ingi óð í land

hélt Bubbi að hann væri að deyja.

Ef ég drukkna, drukkna í nótt ....

Hlölli sprellikarl (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband