Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2010 | 19:20
Hinn þöguli meirihluti
Þegar ég hlusta á umræðuna í þjóðfélaginu í dag verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alltaf um hvað er verið að ræða. Þessar stjarnfræðilegu tölur eru eiginlega fyrir ofan skilning hins venjulega manns. Icesave, Dow Jones vísitala, stýrivextir, kauphallir og fjármagnsmarkaðir. Aftur verð ég að viðurkenna að mér yrði fátt um svör ef ég yrði spurður út í þessa hluti ? Og ég trúi því að ég sé ekki einn um það.
En okkur sem líður svona ber samt að láta í okkur heyra. Ég ætla ekki að þykjast hafa einhverjar patentlausnir í farteskinu, sei sei nei. Líklega erum við þessi þöguli meirihluti sem lætur bjóða sér hvað sem er. Ef við gætum virkjað það afl er liggur þar undir niðri hjá hinum þögula meirihluta mundu stjórnvöld heldur betur þurfa að hlusta.
Þegar ég heyri og les um að miljónir á miljónir ofan séu afskrifaðar fyrir fyrirtæki og kúlulánstaka er ekki laust við að gremjan og reiðin kraumi hressilega í brjósti mínu. 18 000 uppboðskröfur komnar til sýslumanns frá Íbúðalánasjóði. Ekki er afskrifað þar. Nei hinn þöguli meirihluti er enn þögull þó búið sé að arðræna hann inn að skinni í formi hækkaðra höfuðstóla og verðtryggingar. Og nú á að taka hann og hengja upp á fótunum og hrista úr honum klinkið í formi hækkaðra skatta og lægri launa. Hvaða skinsemi er eiginlega í því að hækka skatta og lækka laun ? Ætti því ekki að vera alveg öfugt farið ? Hvað ætlum við að láta kúga okkur lengi ? Er ekki komin tími til að velta þessu lýðræðisoki af okkur ? Því staðreyndin er að Íslenskt lýðræði er handónýtt og virkar engan vegin eins og það ætti að gera. Við verðu með einhverju móti að velta þessu oki af okkur. En hvernig ? Gera byltingu ? Vopnaða ? Varla. En það verður að kollvarpa núverandi fyrirkomulagi og því fyrr því betra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 19:29
Daylight robbery
Ég þurfti að fara í umboð (Skóda) Oktavíunar mína til láta skipta um tímareim og láta athuga með torkennilegt hljóð er barst undan bílnum og kíkja á sjálfskiptinguna. Þegar búið var að skoða bílinn var mér tjáð að þessi aðgerð mundi kosta 515 000 kar. Já sæll ! Í hverju liggur þetta spurði ég ? Nú hvarðakúturinn er ónýtur og nýr kútur kostar 300 000 kr og hitt er vinna og efni. "Þetta er bara nýr bíll" varð mér að orði. " "Ekki segi ég það" svaraði viðgerðamaðurinn". "Hefur þú ekki óvart bætt auka núlli við töluna ?" Spurði ég. "Nei þetta er verðið" var svarið. Ég tjáði manninum að ég hefði ekki slíkan pening. "Þú getur dreift þessu yfir eitt ár" sagði hann og ég hafnaði því. "Skiptið um tímareimina og kíkið á sjálfskiptinguna en sleppið kútnum" sagði ég og gekk út.
Klukkutíma seinna er ég var aftur komin til vinnu minnar hringir síminn og Heklumaðurinn var í símanum. "Ég var að gramsa í gömlu drasli og fann sérpantaðan hvarðakút og þú getur fengið hann á 150 000 kr. "Nei takk" svaraði ég.
Þar sem mér fannst farir mínar ekki sléttar snéri ég mér til pústþjónustu í Hafnarfirði og viti menn þar gat ég fengið hvarfakút á 17 000 kr.
Já hún ríður ekki við einteyming spillingin og styngur sér niður víða. En hei! Er Hekla í eigu ríkisins núna ?
Bloggar | Breytt 19.1.2010 kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2010 | 18:30
Smæð Íslendinga
Í raun er okkar stærsta vandamál smæð okkar. Það hefur sýnt sig all rækilega á nýliðnu ári. Það má segja að allir Íslendingar séu meira og minna óhæfir til að fjalla um þessi mál er þjóðin nú glímir við. Eins og að setja á stofn nefnd innan alþingis til að fjalla um hvort alþingismenn og ráðherrar hafi brotið lög. Þvílík fyrra. Ef einhverstaðar er óhæfi þá er það þarna.
Hvað er til ráða? Það er mikið rætt um að spóla til baka og taka upp hin gömlu gildi og er það vel og gott að sjá hvernig þjóðin hefur svo sannarlega gert það á mörgum sviðum. Hvernig væri að spóla alvarlega til baka og fara aftur heim til Noregs. Hreinlega sameinast Noregi? Þá væri smæðin ekki að há okkur og við mundum kannski fara að umgangast peninga með meiri virðingu en við höfum gert hingað til? Er þetta svo brjálæðisleg hugsun Tvær fremstu fiskveiðiþjóðir heims saman í eina sæng! Sumir segja að við myndum missa yfirráð okkar yfir fiskimiðunum? Ég fæ ekki betur séð en þjóðin sem slík sé löngu búin að glata auðlindinni til nokkurra útvalinna flokksgæðinga. Sem hafi breitt óveiddum fiski í hlutabréf í hrundum bönkum gegn veði í kvóta og kröfurnar í höndum erlendra aðila
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2010 | 18:59
Virðingarhrun alþingis
Mér varð að orði hér á síðunni þann 26 mars 2009 að við ættum enga lýðræðislega leið út úr ógöngum okkar og nú næstum ári seinna er ég að hallast að því að mér hafi ratast rétt orð í munn. Samfélag okkar er orðið svo gegnumsýkt af spillingu, kunningjatengslum, ættartengslum, flokkstengslum og svo mætti lengi telja. Þegar maður lítur yfir árið 2009 styrkist maður í þessari trú. Alþingi já alþingi er algerlega búið að (ég þori varla að segja) dr.... ... . bak. Ég alla vega fyrir mína parta vill helst reka alþingi heim með skömm. Þarna standa menn sem eru í forystu þeirra afla er leiddu þjóðina í glötun og tala digurbarkalega eins og verk þeirra hafi verið slæm flensa er lagðist á þjóðina. Af hverju er þetta fólk enn á alþingi?
Fólkið sem kaus Borgarahreyfinguna kaus aldeilis köttinn í sekknum. Það fyrirbæri er bara algjört joke.
Halda menn eins og formenn stjórnar andstöðuflokkanna virkilega að nokkur maður taki mark á bullinu þeim? Ég er komin á þann stað að ég bókstaflega verð að skrúfa niður í hljóðinu er þeir birtast á skjánum.
Ég hef tilhneigingu til að trúa því að formenn stjórnarflokkana séu þarna af hugsjón en ekki bara vegna stólanna. En aftur þau hafa verið alltof lengi í íslenskri pólitík til að vera flekklaus.
Íslenskt lýðræði er handónýtt og því sem er ónýtt ber að henda.
Í síðustu alþingiskosningum kaus ég vinstri græna í þeirri von að róttækar breytingar yrðu gerðar og gengið milli bols og höfuðs á þeim öflum er leiddu ógæfuna yfir vora þjóð og ef það bregst líka er orðið afskaplega lítið eftir. Erum við ekki búin að upplifa það að sjá kommúnistmann bregðast og hrynja til grunna? Handónýtt kerfi. Hverjum dettur í hug að berjast undir þeim fána í dag? Er ekki frjálshyggjan fjármálamarkaðir já og allt kauphallarbraskið búið að sýna sig sem handónýtt apparat sem leiðir alltaf á endanum í kreppu Af hverju í ósköpunum ættum við að halda þessu áfram ?
Við erum í raun lítið veiði mannasamfélag sem lifir af landsins gæðum og miðanna í kring. Okkur væri hollt að rifja það upp annað slagið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2010 | 19:13
Hvað get ég gert ? Sparnaður
Hversu oft sitjum við ekki í hópi manna og látum móðan mása um efni líðandi stundar og höfum þá gjarnan miklar og stórar skoðanir á mönnum og málefnum. Stöndum svo upp og gerum ekkert með það sem sagt var. Ég held að þetta eigi við um stóran hluta þessarar þjóðar ? Þegar silfurdrengirnir komu heim eftir sigurför sína mættu 10 000 mans til að fagna þeim. Til að mótmæla Isave ssamningnum mættu 900 manns á Austurvöll. Ég hef oft spurt sjálfan mig hvað get ég gert til að hafa áhrif á gang mála ? Ég er talsvert upptekin maður, vinn fulla vinnu og stend í hljómsveitarrekstri ásamt félögum mínum, svo það er nokkuð ljóst að frítími er ekki mikill þegar skyldum gagnvart fjölskyldu hefur verið sinnt þá verður ekki mikill tími sem stendur eftir. Og aftur trúi ég að eins sé farið með stóran hluta þjóðar okkar. Fyrir all nokkru kom ég mér upp bloggsíðu á mbl.is sem ég lítið sem ekkert hef sinnt eftir að fjandans fésbókin kom til sögunnar. Þessvegna ákvað ég í kjölfar þess eftir að hafa spurt mig sjálfan "hvað get ég gert ? ákvað ég að snúa mér aftur að því að koma þönkum mínum á framfæri á blogginu í von um að hafa einhver áhrif á þær þjóðfélagsbreytingar sem vonandi munu eiga sér stað á næstu árum. Ég tel mig ekki hafa neinar patent lausnir en vil samt koma mínum þönkum á framfæri og geta sagt ég gerði eitthvað.
Orðið sparnaður heyrist æði oft þessa dagana og finnst mér þá æði miskift hvar niðurskurðaröxin heggur. Ég hef alla tíð þurft að borga mitt bensín, mín dagblöð og minn síma, og hef ég nú ekki verið á neinum ofurlaunum gegnum tíðina. Af hverju er það þá svo að eftir því sem fólk hækkar í launum og klifrar upp metorðastigann eru þessir hlutir borgaðir fyrir þá ? Eins og til dæmis borgarfulltrúar Reykjavíkur. Ætti fólk sem er með laun langt yfir meðallagi ekki að borga sín blöð sitt bensín og sinn síma ? Það var skorið niður til sjúkraflutninga á Suðurlandi um 50 000 000 á sama tíma og 90 000 000 fara í að reka ráðherrabílaflotann. Er nema von að maður spyrji ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 10:00
Nýtt Ísland my ass
Eftir að öll þessi ósköp sem hafa dunið yfir þessa þjóð hefur maður spurt sjálfan sig hvað gerðist ? Í raun þarf maður ekkert að vera neitt óskaplega hissa. Hvar byrjaði þetta ? Hvað er að í okkar samfélagi. Ég las grein í síðasta sunnudagsmogga eftir Einar Má þar sem hann byggir grein sína á lagi Bobs Dylans Just like Toms Thumbs blues sem er bara brilliant. Þar fer hann ekki fjarri sannleikanum um spillingu og sóðaskap. Íslenskt þjóðfélag er nefnilega svo gegnsýrt og morkið af spillingu og eiginhagsmunapoti að allar lýðræðislegar leiðir að lausn eru ófærar. Það er alveg sama hvert við lítum, allstaðar ræður spillingin ríkjum. Menn víla ekki fyrir sér að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, roðna ekki einu sinni og bregðast ókvæða við ef þeim er bent á villu sína. Það er væri að bera í bakkafullan lækinn að tala um útrásar(þjófa) víkinga en bendi þá á grein Einars Más og ákveðna baróna í Mexíkó.
Nú eru kosningar á næsta leyti og ég fyllist reiði og vandlætingu er ég sé og heyri kosningabullið sem nú dynur á þjóðinni. Það er talað um nýtt Ísland. Ég segi nú bara eins og maðurinn Nýtt ísland my ass. Sömu vanhæfu mennirnir (Sem ættu að vera löngu búnir að láta sig hvera vagna afglapa í starfi) eru að bjóða sig fram aftur. Nýja fólkið er að mestu leyti synir og dætur þessa sömu manna og ætla að hrifsa til sín sinn erfðarétt. Okkar háa alþingi sem reyndar er ekki svo hátt legur reyndar bara ansi lágt, eiginlega svo lágt að ég skammast mín fyrir það. Nú er þjóðinni blæðir og hvert heimilið og fyrirtækið af öðru rennur inn í gin kreppuskrímslisins. Sitja þessir menn/konur á hinu lága alþingi og karpa um hvort kallar eða kellingar eigi að sitja í nefndum ? Ein gekk svo langt að vilja eyða dýrmætum tíma í að kæra alþingi fyrir brot á jafnréttislögum ? Og til að kóróna allt kemur sitjandi ráðherra með vændisfrumvarp og vill banna mönnum að skvetta úr klaufunum í útlöndum. Er ekki í lagi með þetta fólk ? Nei svo sannarlega ekki.
Nei það verður að grípa til miklu miklu rótækari aðgerða. Okkar samfélag er orðið svo gegnumspillt og morkið að þær lýðræðislegu leiðir sem okkur bjóðast eru ófærar. Hvað er þá til ráða ? General Motors hafa um fjögurhundruðþúsund manns í vinnu og tíu menn stjórna því fyrirtæki. Hvað skyldu margar hendur koma að stjórnum í þessu landi ? Hvað eru margar bæjarstjórnir hér í Reykjavík (Reykjavíkursvæðinu) ? Ráðum hingað tíu færa menn, leggjum lýðræðið niður um tíma, rekum alþingi heim (með skömm) Ríkisstjórn fer sömu leið svo þegar búið er að skrúbba og skúra getum við tekið okkar ástkæra lýðræði upp aftur og reynt að reisa nýtt Ísland.
P.S. Ég eins og flestir landsmenn hlustaði á fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir virðingu sinni og væntumþykju fyrir okkar háa alþingi ! Líttu þér nær maður og reyndu sjálfur að sýna þessari stofnun virðingu ef þú ætlast til að við (sauðirnir) gerum það líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 10:11
Hinir fyrstu Papar
Ég bloggaði hér í gær um hina fyrstu Papa, svo mér datt í hug að gaman væri að líta um öxl.
Hér má sjá hina hina upprunalega liðskipan Papana frá vinstri Hermann Ingi, Vignir, Palli og Goggi. Myndin er tekin af köppunum í góðri acoustic sveiflu á útgáfutónleikum fyrstu plötunnar "Tröllaukin Tákn" sem haldnir voru á "Púlsinum" sáluga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 16:29
Hinir fyrstu Papar aftur á kreik
Hinir upprunalegu Papar mínus einn stofnfélagi eru komnir á kreik aftur. Sveitina skipa nú Georg Ólafsson Bassi og söngur, Vignir Ólafson trommur, gítar, banjó og söngur, Hermann Ingi Hermannsson söngur og gítar ásamt tveimur nýjum meðlimum þeim Hlöðver Guðnasyni mandólín og gítar og Hilmari Sverrissyni harmónikka, hljómborð allskonar og söngur.
Það má hlusta á nýjasta lag þeirra félaga "Ragga, Fríða og Rósa hér á spilaranum og á www.myspace.com/fyrstupaparnir
Lagið er írskt að uppruna, gamall standard sem margir ættu að kannast við "Rare ol´times" eða eins og sumir segja "ring a, ringa Rosy" Íslenski textinn er eftir Hermann Inga. Þetta er mjög rökrétt framhald því sem papar ætluðu sér alltaf að verða.
Allar götur frá í apríl 2007 er papar voru settir í nokkra mánaða frí hefur þessi hópur manna hitts einu sinni í viku og æft. Svo í janúar 2008 hætti hluti papana í bandinu og eftir stóðu bræðurnir og nú hefur þessi liðskipan er hér segir frá ákveðið að leggja af stað aftur þaðan sem frá var horfið.
Bloggar | Breytt 17.1.2009 kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 11:44
Útrásarminkar ?
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala meira um bankahrunið ? En þegar grannt er hugsað ættum við alls ekki hætta að tala um þetta. Ég held að stjórnvöld ætli sér að þegja þetta í hel eins og svo margt annað sem þau hafa svo sannarlega komist upp með. En það er eitthvað sem við ættum alls ekki að leyfa þeim að komast upp með. Þessi þjóð hefur alla tíð unnið mikið reyndar oft á tíðum allt of mikið. Þar í liggur að mínu mati skýringin á tregðu landans til að hafa afskipti af félagsmálum og pólitík. Hver þekkir ekki þessa tilfinngu æ ég ætla nú bara fleygja mér upp í sófa þegar ég kem heim og slappa af ? Þessvegna verðum við að berja okkur á brjóst og láta ekki deigan síga og halda mótmælunum áfram. Nota öll tiltæk ráð til að koma stjórnvöldum frá. Ég var að hlusta á morgunþátt Rásar Tvö um daginn er Jón Hafsteinn Namebíufari var í heimsókn hjá Gesti og Guðrúnu og óhjákvæmilega komst ástand þjóðarinnar í tal. Jón sagði þar hlut sem mætti alveg heyrast aftur og hátt og skýrt. Hvar var bankaeftirlitið ? Hvar var Seðlabankinn ? Hvar voru mennirnir sem afhentu útrásar minkunum frelsi til að gera það sem þeim sýndist (stjórnvöld) ?
Ég nota orðið minkunum því jón kom með ansi merkilega samlíkingu. Þaðan sem hann kom til að halda jól hér heima á Íslandi (Namebíu) þar er nú ekki ríkidæminu fyrir að fara og ríkidæmi manna mælist í fé, hænum, kúm o.s,f Þar myndi eingin maður með réttu ráði setja mink inn í hænsabúið sitt og líta svo til hans á mánaðarfresti og spyrja er ekki allt í goodý hérna ?
Ég á svolítið erfitt með að skilja lókigina í björgunaraðgerðum fjármáspekinga ? Ég hef alltaf haldið að það væri algert glapræði að moka fé í algerlega vonlaus fyrirtæki. Ég man þá daga er risinn Samvinnuhreyfingin hrundi. Afleiðing af því þar hafði fé verið mokað í dauðadæmd kaupfélög. Ég man ekki betur en þeim hafi einfaldlega verið leyft að rúlla á hausinn. Hverjir voru við völd þá ? Af hverju hrynja bankar og fjármálafyrirtæki ? Nú af því að þeir taka peninga sem þeir eiga ekkert í og nota til eigin framdráttar og nú er komið að skuldadögum og apparatið hrynur til grunna. Hvað er gera stjórnvöld (hænsabóndarnir) ? Nú þeir rétta sömu mönnum meiri peninga sem þeir eiga ekkert í, nefnilega okkar peninga. Sjá ekki háskólamenntaðir spekingar að þarna er einhver skekkja í dæminu? Íslenska þjóðin sleppt sér algerlega í öllu sukkinu (góðærinu) talandi um góðæri þá fór ég gersamlega á mis við það. Ég hef eftir sem áður þurft að ströggla við að ná endum saman og ekki hefur það lagast. Æ þetta var smá útúrdúr. Útrásarminkarnir slepptu sér algerla drápu hverja hænuna af annari. Þannig að ef við leggjum saman tvo og tvö er ástæða erfiðleika okkar sú að við höfum lifað um efni fram og ég fæ ekki betur séð að lækningin við því sé að moka miljörðum jafnvel skriljónum í að gullkálfsdansinn megi duna áfram ?
Ég bara spyr eins og fávís kona ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 12:53
Björgúlfur
Björgúlfur. Ég settist við sjónvarpið mitt í gær og beið nokkuð spenntur eftir að heyra hvað Björgólfur eldri hefði að segja í Kastljósinu í gær ? Satt best að segja varð mér hálf illt við að hlusta á manninn. Það er talað um að menn sitji í fílabeinsturni, en þetta toppar allt. Veit maðurinn ekki hvað hann er búin að fæða af sér ? Ég skorast ekki undan ábyrgð. Mér þykir þetta afskaplega leitt. En þetta er ekki okkur að kenna. tölurnar sýna mér allt annað og ég treysti því að þær séu réttar. Ég er bara bankaráðsmaður ekki rekstraraðili. Ég hef bara aldrei heyrt svona fyrr (ofurtekjurnar). Ég veit ekki hvoru megin við strikið ég lendi ? En ég fæ örugglega eitthvað að gera í einhverri góðgerðastofnun ? Er úlfurinn að skopast að okkur ? Hvar eru mennirnir sem ættu að svara nú ? Við vitum af einum í Noregi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)