Virðingarhrun alþingis

Mér varð að orði hér á síðunni þann 26 mars 2009 að við ættum enga lýðræðislega leið út úr ógöngum okkar og nú næstum ári seinna er ég að hallast að því að mér hafi ratast rétt orð í munn.  Samfélag okkar er orðið svo gegnumsýkt af spillingu, kunningjatengslum, ættartengslum, flokkstengslum og svo mætti lengi telja. Þegar maður lítur yfir árið 2009 styrkist maður í þessari trú.  Alþingi já alþingi er algerlega búið að (ég þori varla að segja) dr.... ... . bak.  Ég alla vega fyrir mína parta vill helst reka alþingi heim með skömm. Þarna standa menn sem eru í forystu þeirra afla er leiddu þjóðina í glötun og tala digurbarkalega eins og verk þeirra hafi verið slæm flensa er lagðist á þjóðina.   Af hverju er þetta fólk enn á alþingi?

Fólkið sem kaus Borgarahreyfinguna kaus aldeilis köttinn í sekknum. Það  fyrirbæri er bara algjört joke.

Halda menn eins og formenn stjórnar andstöðuflokkanna virkilega að nokkur maður taki mark á bullinu þeim?  Ég er komin á þann stað að ég bókstaflega verð að skrúfa niður í hljóðinu er þeir birtast á skjánum.

Ég hef tilhneigingu til að trúa því að formenn stjórnarflokkana  séu þarna af hugsjón en ekki bara vegna stólanna. En aftur þau hafa verið alltof lengi í íslenskri pólitík til að vera flekklaus.

Íslenskt lýðræði er handónýtt og því sem er ónýtt ber að henda.

Í síðustu alþingiskosningum  kaus ég vinstri græna í þeirri von að róttækar breytingar yrðu gerðar og gengið milli bols og höfuðs á þeim öflum er leiddu ógæfuna yfir vora þjóð og ef það bregst líka er orðið afskaplega lítið eftir.  Erum við ekki búin að upplifa það að sjá kommúnistmann bregðast og hrynja til grunna?  Handónýtt kerfi.  Hverjum dettur í hug að berjast undir þeim fána í dag?  Er ekki frjálshyggjan fjármálamarkaðir já og allt kauphallarbraskið búið að sýna sig sem handónýtt apparat sem leiðir alltaf á endanum í kreppu   Af hverju í ósköpunum ættum við að halda þessu áfram ?

Við erum í raun lítið veiði mannasamfélag sem lifir af landsins gæðum og miðanna í kring.  Okkur væri hollt að rifja það upp annað slagið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Borgarahreyfingin er í stjórnarandstöðu, ef þú hefur gleymt því eða hreyffingin eins og hún heitir víst. Hún hefur einarðlega talað máli 80% þjóðarinnar. Hvern fjandann ert þú að fara með þessu þrælslundarrausi?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband