Uppsagnir á uppsagnir ofan.

File0232

Er það ekki einhvernveginn þannig að okkur finnst aldrei neitt slæmt muni henda okkur sjálf ?  Þegar ég var ungur maður valdi ég að læra bakaraiðn,  vegna þess að seint mundu menn hætta að eta brauð?  En svo stend ég í þeim sporum í dag að það er búið að segja mér upp störfum hjá Myllunni.  Það á að leggja niður öll bakaríin sem Myllan hefur rekið í samvinnu við Hagkaup til margara ára. Kjötborðin eru víst að fara sömu leið ?   Ég fyllist þvílíkri gremju og reiði að manni langar mest að berja næsta mann ?  Ég setti hér á bloggið um daginn í hálfgerðu „joki“  að við værum bananalíðveldi.  Kannski var að ekki svo mikið grín ?   Ég held að þetta sé bara rétt byrjunin á hrinu uppsagna og falli fjölmargra fyrirtækja ?   Svo standa menn fyrir framan mann sem hafa áskrift að einni miljón á mánuði og seigja „mér þykir afskaplega leitt hve margir eru að missa vinnuna sína !  Og utanríkisráðherra einn sagði „vissulega taka stjórnmálamenn á sig byrðar“  Djö......  bullshit.

Við hin vinnandi stétt verðum að fara að taka til okkar ráða.  Valdstjórin sem situr ætlar ekki að víkja né breyta nokkrum sköpuðum hlut.  Ef við verðum að grípa til ofbeldis þá „so be it“  ef ekki verður tekið mark á okkur öðruvísi.

Ég er kannski hér að fá útrás á reiði minni ?  En ég trúi að fleyrum líði eins og mér.  Látið heyra í ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband