Hvað get ég gert ? Sparnaður

Hversu oft sitjum við ekki í hópi manna og látum móðan mása um efni líðandi stundar og höfum þá gjarnan miklar og stórar skoðanir á mönnum og málefnum.  Stöndum svo upp og gerum ekkert með það sem sagt var.  Ég held að þetta eigi við um stóran hluta þessarar þjóðar ?   Þegar silfurdrengirnir komu heim eftir sigurför sína mættu 10 000 mans til að fagna þeim.  Til að mótmæla Isave ssamningnum mættu 900 manns á Austurvöll.   Ég hef oft spurt sjálfan mig hvað get ég gert til að hafa áhrif á gang mála ?  Ég er talsvert upptekin maður, vinn fulla vinnu og stend í hljómsveitarrekstri ásamt félögum mínum, svo það er nokkuð ljóst að frítími er ekki mikill þegar skyldum gagnvart fjölskyldu hefur verið sinnt þá verður ekki mikill tími sem stendur eftir.  Og aftur trúi ég að eins sé farið með stóran hluta þjóðar okkar.  Fyrir all nokkru kom ég mér upp bloggsíðu á mbl.is sem ég lítið sem ekkert hef sinnt eftir að fjandans fésbókin kom til sögunnar.    Þessvegna ákvað ég í kjölfar þess eftir að hafa spurt mig sjálfan "hvað get ég gert ? ákvað ég að snúa mér aftur að því að koma þönkum mínum á framfæri á blogginu í von um að hafa einhver áhrif á þær þjóðfélagsbreytingar sem vonandi munu eiga sér stað á næstu árum.   Ég tel mig ekki hafa neinar patent lausnir en vil samt koma mínum þönkum á framfæri og geta sagt ég gerði eitthvað.

Orðið sparnaður heyrist æði oft þessa dagana og finnst mér þá æði miskift hvar niðurskurðaröxin heggur.  Ég hef alla tíð þurft að borga mitt bensín, mín dagblöð og minn síma, og hef ég nú ekki verið á neinum ofurlaunum gegnum tíðina.  Af hverju er það þá svo að eftir því sem fólk hækkar í launum og klifrar upp metorðastigann eru þessir hlutir borgaðir fyrir þá ?  Eins og til dæmis borgarfulltrúar Reykjavíkur.  Ætti fólk sem er með laun langt yfir meðallagi ekki að borga sín blöð sitt bensín og sinn síma ?  Það var skorið niður til sjúkraflutninga á Suðurlandi um 50 000 000 á sama tíma og 90 000 000 fara í að reka ráðherrabílaflotann.  Er nema von að maður spyrji ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband