Nýtt Ísland my ass

Eftir að öll þessi ósköp sem hafa dunið yfir þessa þjóð hefur maður spurt sjálfan sig hvað gerðist ?  Í raun þarf maður ekkert að vera neitt óskaplega hissa.    Hvar byrjaði þetta ?  Hvað er að í okkar samfélagi.  Ég las grein í síðasta sunnudagsmogga eftir Einar Má þar sem hann byggir grein sína á lagi Bobs Dylans „Just like Toms Thumbs blues“ sem er bara brilliant. Þar fer hann ekki fjarri sannleikanum um spillingu og sóðaskap.  Íslenskt þjóðfélag er nefnilega svo gegnsýrt og morkið af spillingu og eiginhagsmunapoti að allar lýðræðislegar leiðir að lausn eru ófærar.  Það er alveg sama hvert við lítum,  allstaðar ræður spillingin ríkjum.  Menn víla ekki fyrir sér að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, roðna ekki einu sinni og bregðast  ókvæða við ef þeim er bent á villu sína.  Það er væri að bera í bakkafullan lækinn að tala um útrásar(þjófa) víkinga en bendi þá á grein Einars Más og ákveðna baróna í Mexíkó.

Nú eru kosningar á næsta leyti og ég fyllist reiði og vandlætingu er ég sé og heyri kosningabullið sem nú dynur á þjóðinni.  Það er talað um nýtt Ísland. Ég segi nú bara eins og maðurinn „Nýtt ísland my ass“.   Sömu vanhæfu mennirnir (Sem ættu að vera löngu búnir að láta sig hvera vagna afglapa í starfi) eru að bjóða sig fram aftur.  Nýja fólkið er að mestu leyti synir og dætur þessa sömu manna og ætla að hrifsa til sín sinn erfðarétt.    Okkar háa alþingi sem reyndar  er ekki svo hátt legur reyndar bara ansi lágt, eiginlega svo lágt að ég skammast mín fyrir það.  Nú er þjóðinni blæðir og hvert heimilið og fyrirtækið af öðru rennur inn í gin kreppuskrímslisins.  Sitja þessir menn/konur á hinu lága alþingi og karpa um hvort kallar eða kellingar eigi að sitja í nefndum ?  Ein gekk svo langt að vilja eyða dýrmætum tíma í að kæra alþingi fyrir brot á jafnréttislögum ?  Og til að kóróna allt kemur sitjandi ráðherra með vændisfrumvarp og vill banna mönnum að skvetta úr klaufunum í útlöndum.  Er ekki í lagi með þetta fólk ?   Nei svo sannarlega ekki.

Nei það verður að grípa til miklu miklu rótækari aðgerða.  Okkar samfélag er orðið svo gegnumspillt og morkið að þær lýðræðislegu leiðir sem okkur bjóðast eru ófærar.  Hvað er þá til ráða ?   General Motors hafa um fjögurhundruðþúsund manns í vinnu og tíu menn stjórna því fyrirtæki.   Hvað skyldu margar hendur koma að stjórnum í þessu landi ?  Hvað eru margar bæjarstjórnir hér í Reykjavík (Reykjavíkursvæðinu) ?  Ráðum hingað tíu færa menn,  leggjum lýðræðið niður um tíma, rekum alþingi heim (með skömm) Ríkisstjórn fer sömu leið svo þegar búið er að skrúbba og skúra getum við tekið okkar ástkæra lýðræði upp aftur og reynt að reisa nýtt Ísland.

P.S.  Ég eins og flestir landsmenn hlustaði á fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir virðingu sinni og væntumþykju fyrir okkar háa alþingi !   Líttu þér nær maður og reyndu sjálfur að sýna þessari stofnun virðingu ef þú ætlast til að við (sauðirnir) gerum það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband