Hinir fyrstu Papar aftur á kreik

Hlobbi02

Hinir upprunalegu Papar mínus einn stofnfélagi eru komnir  á kreik aftur.  Sveitina skipa nú Georg Ólafsson Bassi og söngur, Vignir Ólafson trommur, gítar, banjó og söngur,  Hermann Ingi Hermannsson  söngur og gítar ásamt tveimur nýjum meðlimum þeim Hlöðver Guðnasyni  mandólín og gítar og Hilmari Sverrissyni  harmónikka, hljómborð allskonar og söngur.

Það má hlusta á nýjasta lag þeirra félaga "Ragga, Fríða og Rósa hér á spilaranum og á   www.myspace.com/fyrstupaparnir

Lagið er írskt að uppruna, gamall standard sem margir ættu að kannast við "Rare ol´times" eða eins og sumir segja "ring a, ringa Rosy"  Íslenski textinn er eftir Hermann Inga.  Þetta er mjög rökrétt framhald því sem papar ætluðu sér alltaf að verða. 

Allar götur frá í apríl 2007 er papar voru settir í nokkra mánaða frí  hefur þessi hópur manna hitts einu sinni í viku og æft.   Svo í janúar 2008 hætti hluti papana í bandinu og eftir stóðu bræðurnir og nú hefur þessi liðskipan er hér segir frá ákveðið að leggja af stað aftur þaðan sem frá var horfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Ég efast ekki um að Paparnir eru gott band. Reyndar aldrei heyrt í þeim.  En hljóðfæraskipanin sem þið bjóðið upp á er ekki fyri aula.  Bara topp menn.

Kveðja frá Noregi

Dunni.

 P.S  Bið að heilsa Henry ef þú rekst á karlinn.

Dunni, 9.1.2009 kl. 16:57

2 identicon

Blessaður Dunni og berðu kveðju mína um Noreg.  Já við félagar erum spenntir, það er bara með svona kalla eins og okkur við verðum bara að spila og getum ekkert að því gert, enda aldur afstætt hugtak þegar tónlist er annars vegar.

p.s. ég var í rú tvö ár til sjós á Klakki ve ?   og  tobgaranum Vestmanney fellow sailor.

Hermann Ingi eldri (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband