28.10.2008 | 18:08
Bananalíðveldi
Bananalíðveldi ! Þetta er orð sem alltaf hefur í mínum huga átti við ríki í Suður Ameríku hefur nú fengið nýtt gildi því nú á þetta við landið okkar Ísland. Í Chile , Hondurass og fleyri löndum er það hástéttin eða réttara sagt nokkrar fjölskyldur sem bókstaflega hafa sölsað undur sig allan auð þessara landa og halda þar afleiðandi um stjórnvölinn. Almúginn má svo lepja skít úr skel. Hvað er að gerast hér ? Hér skiptist þjóðin í tvo hluta auðmenn og aumingja. Allavega get ég ekki annað séð en að þeir sem halda um stjórnartaumana hér líti þannig á hlutina.
Skipun bankastjóra á tveggja miljón kr mánaðarlaunum ætti að segja okkur að ekkert á að breytast. Geir Horde ætlar engu að breyta. Sömu menn og leiddu þessa ógæfu eiga að ganga stikkfrí frá þessum ósköpum. Valdstjórnin ætlar að sitja sem fastast og vona sjálfsagt að þetta blási yfir á nokkrum vikum eins og venjan er með Íslenska þjóð (aumingjana) Svo gengur höfuðútrásarvíkingurinn fram fyrir skjöldu og lætur sig hafa að segja ÞETTA ER YKKUR AÐ KENNA Ykkur helv.... aumingjarnir ykkar sem létuð renna á ykkur kaupæði.
Er bara ekki að renna upp vélbyssutíð ? Kennir ekki sagan okkur það að engin þjóð lætur kúga sig endalaust. Á endanum veltir hún af sér okinu. Tökum fram sverð okkar og skildi, bítum í skjaldarrönd og gerum byltingu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.