13.8.2008 | 10:34
Bakkafjara, Beach Boys og Bubbi
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að tala um Bakkafjöruævintýrið á mánudeginum eftir Þjóðhátíð ? En ég stendst ekki mátið að slengja hér fram vísu sem beið mín á frystihurðinni á vinnustaðnum, sem samstarfsmaður minn þar Jómbi nokkur Brainpolice trommari og puntbakari hafði sett saman og sett þarna á hurðina.
Á gúmmíbát þeir sigldu í strand
milli lands og Eyja.
Meðan Hermann Ingi óð í land
hélt Bubbi að hann væri að deyja.
Annar gárungur hefur lagt til að frá og með þessum mánudegi ættu Logar að heita The Beach Boys.
Athugasemdir
Frábært grín en það vantar að klára ....
Á gúmmíbát þeir sigldu í strand
milli lands og Eyja.
Meðan Hermann Ingi óð í land
hélt Bubbi að hann væri að deyja.
Ef ég drukkna, drukkna í nótt ....
Hlölli sprellikarl (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.