17.7.2007 | 19:46
HEART OF GOLD algert must
Neil Young er án efa einn af risunum í rokksögunni og einn af fáum sem heldur áfram að þróa sig og kemur ávalt á óvart með góðum plötum. Ekki fellur mér samt allt sem karlinn gerir, samanber síðustu plötu "Living With War" þar sem hann sendir Bush tóninn. Sú plata er eiginlega of rokkuð fyrir minn smekk. En hvað um það ? Það er DVD diskurinn Heart of gold sem mig langar að tala um. Samkvæmt titlinum mætti halda að hér væri á ferðinni gamla stöffið hans Young en svo er alls ekki hér er live flutningur og reyndar frumflutningur opinberlega á Prairie Wind sem er plata sem kom út fyrir ekki svo löngu. Þetta er reyndar eiginleg kvikmynd (consert mynd) og það er ekki ómerkari leikstjóri en Jonathan Demme sá hinn sami og gerði Silence of the lambs sem er hér við stjórnvölinn. Það er svolítið skemmtileg saga á bak við Prairie Wind Youngarinn var búin að semja tvö eða þrjú lög á nýju plötuna (ég vil frekar tala um plötu en disk) þegar hann pantar stúdíó í Nashwille og í millitíðinni fær hann að vita að hann er með einhverskonar gúlp við heilann. Með þá vitneskju semur hann það sem upp á vantaði. Hann lítur mikið um öxl, á æsku sína, syngur um konu sína og fjölskyldu. Sérdeilis einlæg og skemmtileg plata. Þarna fáum við að fylgjast með æfingum og undirbúning tónleikana. Hvernig hann smalar saman fólki til að spila með sér og síðan er Prairie Wind flutt í heild sinni í The Ryman Auditorium í hinu sögufræga heimili Grand Old Opry í Nashwille og í lokin tekur hann Heart of gold, Old man, Harvest moon og fleyri gullmola og allan tíman með gúlpinn í hausnum. Það er ánægjulegt að geta greint frá því að það er búið að fjarlæga gúlp fjandann úr karlinum og hann við hestaheilsu, enda heitir bandið hans Crazy Hourse. Allir sem unna góðri tónlist verða bókstaflega að fjárfesta í þessum disk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2007 | 18:41
Hvað er Yusuf að segja okkur ?
Ég bloggaði hér fyrir nokkru um "An Other Cup" plötuna sem Yusuf alias Cat Stevens gaf út seint á síðasta ári. Ef maður skoðar albúmið grant sjáum við Yusuf á bakhliðinni sitja og sötra te (væntanlega) kóraninn á borðinu, sólgleraugu og tepottur úr eir á bakka með sykurkari. Inni í bæklingnum sjáum við sama eirpott, bakka, sykurkar og bollan sem kappinn var að súpa af en nú er
vínilplatan "Tea for the Tillerman" sem allir aðdáendur Cat Stevens þekkja komin í stað kóransins ? En hún ásamt "Teaser and the Firecat" er hápunkturinn á ferli kappans. Manni finnst allt á þessu albúmi hafa einhverjar meiningar. Hvað er hann að segja okkur ? Er hann að segja okkur að hann sé að hverfa aftur til fyrri tíma ? Spyr sá er ekki veit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 19:54
Tekið ofan fyrir Bjarna Harðarsyni
Kjarkleysi í kvótamálum er grein eftir Bjarna Harðarson er birtist í Morgunblaðinu 24 júní. Ég verð nú bara að taka ofan fyrir mönnum sem þora að setja fram svona kenningar. Hvað skyldi einn steypireiður innbyrða af loðnu sem er aðalfæða þorsksins ? Við skjótum múkkann, gefum honum svefnlyf, jafnvel ófrjósemislyf vegna þess að hann er farin að gera usla í umhverfi sínu og afskaplega fáir hreifa því mótmælum. Hvalir eru að éta okkur út á gaddinn og menn vilja jafnvel ættleiða þá. Það er eitthvað bogið við þetta. Bjarni "keep up the good work"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 21:21
Art Garfunkel þerapía
Það þarf vart að kynna Art Garfunkel fyrir lesendum síðunnar ? En hann er eins og alheimur veit helmingurinn af hinum fræga duet Simon og Garfunkel. Art Garfunkel fór strax að gera sólóplötur eftir að samstarfi hans og Poul Simon lauk. Fyrsta sólóplata hans Angel Clare er löngu orðin classic. Síðan hafa liðið mörg ár og margar plötur og ég get sagt með stolti að ég á þær flestar og ósjaldan dreg ég fram þessar vínilplötur og bregð þeim á fóninn og spila mér til ómældrar ánægju. Svo var það um daginn að ég var að gramsa í plötubúð Skífunnar eins og ég geri gjarnan. Sé ég þá splunkunýjan disk með Art Garfunkel Some enchanted evening ég var fljótur að grípa gripinn, datt ekki einu sinni í hug að hlusta á hann áður en ég keypti. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum og er langt síðan ég hef eignast disk sem veitir mér jafnmikla ánægju, ég vil meir að segja ganga svo langt að segja að það sé einskonar therapie að hlusta á þennan disk. Allavega færist einhver vellíðan yfir mig við hlustun disksins. Steve Gadd er þarna á trommum sá hinn sami og lék með Art og Poul á hinum sögufræga Sentral Park consert þar sem hálf miljón manns mætti til að hlýða á þá félaga. Aðra spilara þekki ég ekki en þeir skila sínu verki óaðfinnanlega. Allir sem unna ljúfri og afslappaðri músík ættu að eignast þennan disk. Ég ætla að lokum að leyfa mér að vitna í orð sjálfs söngvarans.
In this album. I confess I am under the sway of two magnifisent singers. Chet Baker og Johnny Mathis.
It wasn´t Monet, it was France; It´s not what we say but the dance we´re in; Therein lies the glue in this set of songs I syng to you Art Garfunkel.
Bloggar | Breytt 13.7.2007 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 22:55
Þankar á sumardegi
Nú hefur veðrið loks snúist á sveif með mér, síðustu viku er ég búinn að vera að virkja síðustu sumarfrísdaga mína og það verður að segjast alveg eins og er að veðurguðirnir hafa verið okkur hliðhollir. Ég byrjaði fríið mitt þann fyrsta júní og tók þá tvær vikur sem voru vægast sagt illa heppnaðar veðurfarslega. Einn morguninn var sex stiga hiti. Svo seinni hlutann nú fyrir skömmu. Sól og blíða alla daga, ég sem var farin að halda að þessi þráláti orðrómur um rokrassgatið hér suður með sjó hefði við rök að styðjast. En nú get ég ýtt því frá mér, enda búin að festa kaup á húsi hér í Sandgerði. Það er eins og veröldin verði öll fegurri á svona dögum, maður verður eitthvað svo jákvæður og vildi bara helst alltaf vera í fríi. En það maður yrði víst leiður á því líka. Segir ekki máltækið að vinnan göfgi manninn ? Og eitthvað held ég að sé nú til í því. Allavega er sumarfríið mitt b úið og ég get glaðst yfir því að nú muni vinnan göfga mig. Hvernig í ósköpunum sem bakaríið á nú að gera það ? Sjáið þið hvað er alltaf stutt í neikvæðnina ? Ég hef nefnilega undanfarnar vikur og mánuði verið að reyna að temja mér jákvæðni og ég er ekki frá því að það sé farið að skila árangri, ef hægt er að segja svo ? Það var juniorinn minn sem benti mér á þetta þegar hann kom og batt á mig rauða þráðinn. Hvað svo sem má um þennan rauða þráð segja ? Þá í hvert sinn er ég lít hann á vinstri hönd minni minnir hann mig á að vera jákvæður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 22:12
Trúskapur
Trúskapur.
Ég sat eins og sjálfsagt margir landar mínir og horfði á Kastljós um daginn þegar Fríkirkju prestur og Þjóðkirkju prestur tókust á í sjónvarpsal. Mikið ósköp þykir mér alltaf sorglegt að heyra boðbera trúarinnar rífast um hundómerkilega hluti sem koma í raun fagnaðarboðskapnum alls ekkert við. Svo tók nú botninn alveg úr þegar Eiríkur á Ómega býður bænasvör gegn þóknun. Það verður stutt í það sem Kaþólska kirkjan gerði til að fjármagna byggingu Péturskirkjunnar. Ég hef sjálfur komið nálægt trúskapnum en gekk sífellt á veggi og dró mig loks í hlé. Ég má til með að útskýra þetta orð trúskapur Símamaður nokkur er bjó á Ægissíðu í Reykjavík hafði þetta gjarnan að orði er hann umgekkst nýfrelsaða einstaklinga. Hvernig gengur í trúskapnum ?" Mér finnst þetta fínt orð því þegar öllu er á botninn hvolft snýst allt um peninga. Niðurstaðan úr Kastljósþættinum var sá að Þjóðkirkjan er ríkisrekin trúskapur og Fríkirkjan einkarekin trúskapur án styrkja. Eiríkur gerir örvæntingarfullar tilraunir til að fjármagna sjónvarpsævintýri sitt. Ég efast ekki um að flestir er stofna nýjan söfnuð gengur gott eitt til. Svo tekur hin blákaldi raunveruleiki við. Harður buisness heimur og eins og sagt er á góðri Íslensku Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um peningaBloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 21:09
Einu sinni rokkari alltaf rokkari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2007 | 22:00
Skella. Smásaga
Halló, þegar ég setti þessa smásögu hér á síðuna var ég að vonast eftir "comenti" því þetta er í fyrsta sinn sem ég læt svona nokkuð frá mér.
Ég hef stundum dundað mér við að skrifa sögur. Þessi smásaga varð til árið 2003 meðan ég bjó að Fagrahvammi 2 í Hafnarfirði. Hér segir sögumaður frá sérkennilegri reynslu sinni.
Bloggar | Breytt 12.7.2007 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2007 | 22:47
Yusuf Islam, vínill og Cat Stevens.
Mér verður oft hugsað til þeirra tíma þegar maður átti bara vínilplötur. Það var bókstaflega helgiathöfn þegar maður eignaðist nýja plötu. Þegar ég var þrettán ára gamall og nýfluttur til Vestmannaeyja og engin plötubúð á svæðinu gerðist ég bókstaflega áskrifandi hjá Fálkanum sem þá var helsta plötuverslun landsins. Fékk alltaf eina sendingu í viku og megnið af fiskvinnslukaupinu mínu fór í plötukaup. Ég var svo góður kúnni að þeir hættu að láta mig greiða sendingarkostnað. Þetta sýnir ykkur kannski hvað þetta var mér mikið hjartans mál. En svo fór Bebbi Bank að selja plötur. Ég man þegar maður eignaðist "Sergent Pepper" plötu Bítlana. Reyndar var ný Bítla plata ´svo ég tali nú ekki um Stones plata stórviðburður og þá dugði nú ekki minna en að kalla í félagana og leyfa þeim að njóta. Maður settist niður með albúmið í fanginu, best var ef það var tvöfalt (double) með mikið af upplýsingum. Oft fylgdi heil bók og það var toppurinn. Í dag sest maður niður með þessa "punie" littlu geisladiska og dregur fram stækkunarglerið til að lesa upplýsingarnar og það verður bara að segjast alveg eins og er að stemmingin er ekki sú sama, ekki svo að skilja að músíkin hafi breytst til hins verra. Sei sei nei. Alls ekki. Ástæða þessara vangaveltna er sú á á jólum síðasta árs gaf sonur minn (sá yngri) diskinn "An Other Cup" með Yusuf Islam. Við vitum sjálfsagt öll að Yusuf er engin annar en Cat Stevens og að hann sneri baki við tónlistarbransanum og snerist til múslimatrúar. Ég hef reyndar heyrt söguna af hvers vegna en ætla ekki út í það hér. En Cat Stevens var alla vega frá mínum sjónarhól á bekk með Dylan, Donovan og Ralf McTell. Hann hafði gríðarleg áhrif á mig og ég settist í stólinn með "Tea for the Tillerman" og "Teaser and the fiercat" albúmin og hélt mína helgistund. Og ég get svarið það að þessi nýja plata Cat Stevens (ég ætla að leyfa mér að kalla hann því nafni) sendi mig aftur til þessa gömlu tíma. Það eru ár og dagar síðan mig hefur hlakkað til að koma heim og hlusta á nýju plötuna eða eigum við kannski að segja að setjast inn í bílinn og setja diskinn í rifuna. Nú er erum við í enduðum júní og Cat fer reglulega í spilarann. Talandi um skemmtileg albúm þá tókst mér með hjálp stækkunarglersins að lesa þetta gullkorn á þessari nýju plötu Cat Stevens.
A spiritual master received a learned man who came to gain deeper insight into the mysteries of life. The master prepered tea. While serving the tea he began to explain, but the learned professor kept on interrupting with his own opinions. So the master poured his visitor´s cup full, and then kept on pouring. The learned man watched the overflow untill he could no longer restrain himself, "It is overfull. No more will go in" "Like the this cup" the master said, "you are full of your own opinions and speculations. How can I show you anything unless you first empty your cup?"
Bloggar | Breytt 29.6.2007 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 19:28
Crosby, Stills og Nash ? nei Thorns
Vorið 2003 heyrði ég lag í útvarpinu I cant remember og varð mjög upprifinn því það sem ég heyrði taldi ég vera nýtt lag frá Crosby Stills og Nash og í nokkra daga stóð ég í þessari trú því það vill oft brenna við að lög eru ekki afkynnt en loks kom sannleikurinn í ljós og þá var þetta hljómsveitin The Thorns sem ég hafði aldrei heyrt haus né sporð af. Þetta urðu mér nokkur vonbrigði enda var það svolítið skrítið að ég hefði ekki heyrt um það að þessi fornfrægu átrúnaðargoð mín hefðu gefið út nýja plötu. Svo var það í byrjun þessa árs 2007 að ég var að gramsa í plötubúð í Kringlunni og rekst þá á plötuna The Thorns og þá rifjaðist upp fyrir mér þetta atvik er sagt er frá hér að ofan. Ég keypti plötuna án þess að hlusta á hana. Settist upp í Octavíuna mína og setti gripinn í spilarann (er það ekki makalaust að það er að verða helsti hlustunartíminn sem maður gefur sér ) og lagði af stað heim í Sandgerði. Það verður að segjast alveg eins og er að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Allar götur síðan ratar þessi diskur reglulega í minn spilara. Ég mæli eindregið með þessari plötu. Manni finnst eiginlega að þessir piltar gætu verið af Voodstock kynslóðinni en svo er ekki því platan er gerð árið 2003.
Bestu lög I cant remember, Dragonfly, Think it over.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)