4.8.2007 | 18:04
Bó Halldórs dagur
Sprelli ákvað í tilefni verslunarmannahelgar og þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að tileinka Bó þessar tvær myndir. Þau eru fleyg mörg gullkornin hans Bó
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 22:17
Sumarannir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 23:01
Björn Jörundur í Mothers of Invention ?
Ég komst yfir alveg brilliant eintak af MOJO tímaritinu "The ultimate collectors edition. The Greatest album covers" og rak í rogastans er ég sá mynd af Birni Jörundi með Frank Zappa og The Mothers of invention. Ég vissi ekki að Björn væri orðin svona fjandi gamall ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 21:17
Trúboðsbann!
Ég las grein í Morgunblaðinu fyrir ekki svo löngu síðan um trúboð í grunnskólum. Greinarhöfundur vildi meina að það væri verið að halda trúarskoðunum að nemendum þar sem kristinfræðin ættu í hlut. Það má Kannski segja að eitthvað sé til í því, enda er löng hefð fyrir kristinfræðikennslu með okkar þjóð, enda eigum við að teljast kristin þjóð. Maður er að heyra ansi skrítnar sögur af fólki af öðrum trúarbrögðum sem sest hefur hér að. Eina heyrði ég frá kunningja mínum sem var að fara með barn sitt til dagmömmu í fyrsta sinn. Ekkert óvenjulegt við það. En þegar hann kemur með barnið segir dagmamman að það sé best að hann viti að hún hafi verið kærð. Tilurð kærunnar var á þann veg að hún hafði passað barn fyrir hjón sem eru múslímar. Það voru veikindi í gangi svo það var í miklu að snúast hjá dagmömmunni er pabbinn kemur að sækja barnið svo hún flýtti sér inn aftur án þess að kveðja manninn. Hún misbauð svo trúarkenningum hans með þessu athæfi að hann kærði hana. Og ekki nóg með það heldur stóð hann dag eftir dag fyrir utan húsið og steytti hnefa í átt til hennar. Halló ! Eigum við að láta svona yfir okkur ganga? Ég fór í Gufuneskirkjugarð um daginn að vitja grafar föður míns og var að sækja vatn og stytti mér leið um garðinn og gekk þá fram á grafir er snúa að því að mér virtist í norðvestur en ekki í austur vestur eins og okkar siður er. Enda rann upp fyrir mér ljós er ég las á steinana að þessar grafir lágu í átt að Mekka. Ég heyrði um daginn að það væri búið að fjarlægja krossinn af líkbílum til að særa ekki trúarkennd múslima. Hefur ekki verið sótt um lóð undir moskur hér í borg ? Er ekki kominn tími til að sporna við ? Ég heyrði um daginn alveg brilliant lausn á þessum vanda sem er í hraðri uppsiglingu hér á landi og orðin landlægur vandi á nágrannalöndum okkar. Hvernig væri að Ísland fyrst landa mundi banna allt trúboð í landinu ? Líka kristið trúboð ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 08:57
Mikið Var komin í 10 sæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 21:46
Sprelli
Ég ætla að leyfa Sprella að stríplast um hér á síðunni og loka albúminu. Það munu detta hér inn myndir um leið og þær fæðast.
Bloggar | Breytt 31.7.2007 kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 21:38
Er nauðsynlegt að skjóta þá ?
Maður heyrir frá lundaköllunum í Eyjum að lundinn sé ósköp ræfilslegur í ár. Menn veiða sér rétt í matinn öll veiði í atvinnuskyni er fyrir bí. Sama sagan í fyrra. Hvað er í gangi ? Hvað veldur því að lundastofninn virðist að hruni komin ? Menn segja sandsílið sé horfið. Hvernig skyldi kríunni þá reiða af ? Því hún lifir að mestu leiti á sandsíli. Það skyldi þó ekki vera að of margir munnar séu um þessa fæðu ? Þá er ég að tala um hvalinn. Það er orðið alltof mikið af hval hér við land. Reyndir gamlir sjómenn segja mér að þeir hafi aldrei séð svona mikið af hval hér við land . Þeir eru bókstaflega upp í fjörum og farnir að sækja að bátum sem eru við veiðar. Skipstjóri sem leifði myndatöku af frákasti um borð í sínu skipi var dregin fyrir rétt. Hvað skyldi mikið af óvökstnum frákastfiski hverfa ofan í einn steypieiðsmaga ? Hvalurinn er að éta lífsviðurværi lundans og stofninn stefnir í hrun. Hvað ætlum við að gera ? Banna lundaveiðar ? Bubbi Mortens spurði eitt sinn er nauðsynlegt að skjóta þá ? Er ekki að verða nokkuð ljóst að einmitt það þarf að gera.
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 17:55
RUNRIG
Þegar ég opnaði sunnudagsmoggann í dag var það mér sönn ánægja að finna þar skrif um skosku hljómsveitina Runrig. En Arnar Eggert Thoroddsen gerir hljómsbeitinni skil í Tónlist á sunnudegi. Það er gaman og gott að vita af því að fleiri en ég hafi dálæti á þessari frábæru hljómsveit. Ég hef fylgst með Runrig allt frá því er Heartland kom út sem er á svipuðum tíma og Paparnir voru að fæðast enda rataði eitt lag af Heartlad plötunni inn á fyrstu plötu Papana tröllaukin Tákn og fékk þar nafnið Strandið og fjallar textinn. um þegar breski togarinn Dhoon strandaði við Látrabjarg árið 1947. Georg ólafson bassaleikari Papana gerði textann. Það er erfitt að gera upp á milli platna hljómsveitarinnar "Big Wheel" og "Searchlight" rísa einna hæst. Ég fékk nýjustu plötuna Everything You See í hendur bara nú í síðustu viku og hún rís vel undir væntingum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2007 | 21:48
Leitað langt yfir skammt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2007 | 20:58
Logar inn á lista
Hljómplatan MIKIÐ VAR sem Logar sendu frá sér árið 1977 og endurútgefin nú árið 2007 ásamt aukalögum var samkvæmt Morgunblaðinu í dag 19 júlí að skríða inn á lista í sextánda sæti. Það má alveg geta þess að kapparnir verða á Pleyers í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld ásamt Eyjahljómsveitinni Dans á Rósum með Tóta í broddi fylkingar,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)