Er virkilega komin 22 nóvember ? Vínill og J J Cale

 Jú ég verð víst að horfast í augu við það.  Síðasta bloggfærsla var gerð 18 september (come on)   Seint í ágúst nánar 26 var mér gefin plötuspilari.  Ekta fínn vínilspilari. Lookið eins og gamalt jukebox.  Ég varð alveg himinlifandi og hef nú dregið fram gamla vínilsafnið mitt sem óðum nálgast þúsund titla.  Það má segja að ég sé búin að lifa í mínum eigin vínilheimi síðan í ágúst síðastliðnum,  orðin fastagestur í Góða hirðinum þar sem oft má finna vínil gullmola á vægast sagt góðu  verði.  En það er nú allt önnur saga.  Það sem mig langar til að gera er að halda úti vínilspjalli hér á síðunni því þykist vita að það séu fleiri rugludallar en ég í henni veröld ?

File0100 um daginn fór ég sem oft áður eftir vinnudag minn í Kringlunni og beygði þá til vinstri og inn Háleitisbraut og svo sem leið liggur í Hirðinn góða.  Ég hafði ekki blaðað lengi í plötubunkunum er ég rakst á dýrgripinn sem er á myndinni hér að ofan.  Platan Troubadour frá árinu 1976 næstum 30 ára gripur með engum öðrum en J J Cale.  Fyrir þá sem ekki vita er J J Cale einn af mestu goðsögnum rokksögunnar.  Maður sem ólíkt flestum öðrum kærir sig ekkert um frægð heldur lifir sæll í sínu hjólhýsi og semur og flytur tónlist. Til að gera langa sögu stutta er hann einn af mestu áhrifavöldum á meistara Clapton.  Ég verð að játa að ég hef ekki hlustað mikið á Cale en þessi vínilgripur hefur fundið greiða leið að hjarta mínu.  Þekktasta lagið af þessari plötu er lagið "Cocaine" sem er þekktara í flutningi Eric Clapton.  Reyndar hefur "klapptönnin" ekki breitt laginu neitt.


Skömm, afsaknanir og Logar á Þjóðhátíð

Elsku lesendur þessarar síðu,  ég dauðskammast mín fyrir framtaksleysið síðustu vikur eða á ég að segja mánuði.  Ég ætla ekki að afsaka mig með annríki (þó svo að það hafi verið yfrið nóg af því) en svona er nú bara lífið í okkar nútíma samfélagi.  Jólin á næsta leyti og ekki dregur það úr stress staðlinum  eða hvað ?  Er ég ekki að læða hér inn afsökunum ?  Eða hvað.  Ýmislegt hefur drifið á dagana síðan síðasta færsla var innt af hendi hér  á þessari  síðu.  En ég get lofað ykkur því að Sprelli er enn í fullu fjöri og Sprella hans ar aldrei langt undan.   Mér bárust í hendur myndir er teknar voru á þjóðhátíð Vestmannaeyja síðastliðið sumar, var reyndar að fá þær í gær 21 nóvember,  en ég stenst ekki mátið að birta þær hér á síðunni. 

DSC_0013 DSC_0016DSC_0070


Brísið, Haukurinn og "túrisminn" ?

P9160135

Síðastliðinn sunnudag eða 16 sept var ég sem oftar á leið suður í Sandgerði og er komin rétt uppfyrir Álverið þegar ég ákvað að beygja til hægri í átt að Straum til að kanna steinhleðslu þar ofan við húsin. Ég var löngu búin að ákveða með sjálfum mér að kanna þetta nánar en ekki gefið mér tíma til þess. Haukur Halldórsson listamaður með meiru á heiðurinn af þessum hleðslum.  Ég klöngraðist þarna yfir þúfur, hraun og sprungur þar til ég komst þarna upp að Brísinu en ég fékk að vita seinna að það heitir verkið.   Þetta er miklu stærra en það virðist vera frá veginum  og til hliðar við Brísið er altari að fornum sið en Brísið sjálft er eiginlega stórt eldstæði.  En ég geri ráð fyrir að allir viti Haukur iðkar okkar gamla sið sem sé ásatrú.   Ég myndaði þetta í bak og fyrir og lagði svo ánægður með árangurinn af stað í átt til Straumhúsanna.   Er ég nálgaðist þau sá ég hreyfingu þar fyrir utan, skeggjaður maður með sítt hár tekið í tagl aftan á hnakka virtist  vera að bíða eftir að ég nálgaðist ?  Það var rétt því hann gaf sig á tal við mig og sagði „ég sé að þú hefur verið að skoða Brísið (eldur) má ekki bjóða þér inn „?    Ég hélt nú að það væri í lagi enda lengi langað að vita hvað Haukur og co eru að bralla þarna í Straumi ?   Maður er strax leiddur inn í ævintýraheim forfeðra okkar.  Þeir kalla þetta Edduheima.  Loks kom höfðinginn sjálfur Haukur Halldórsson og fagnaði hann mér vel,  enda þekkjumst við frá fornu fari er við lögðumst í víking í Hamborg í Þýskalandi á vegum Jóa Fjörugoða hér á árum áður.  Listaverk eru þarna við hvert fótspor og svo það sem mig langar mest til að segja frá.  Garðurinn sem Haukur er búin að hanna (skapa) .  Það dugir ekkert minna en sér salur til að hýsa líkanið af þessu þrekvirki.  Já eins og Haukurinn sjálfur sagði   „hér er hugsað stórt“  og það má með sanni segja.  Talandi um að ferðamannaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein hér á landi,  þá held ég að menn ættu að hugsa sig alvarlega um áður en Haukur neyðist til að selja okkar fornu fjendum Normönnum þessa stórkostlegu hugmyndasmíð.   Ég sá og heyrði í fréttum að Jón Wessmann hefði gefið einn miljarð til Háskóla Reykjavíkur ?  Auðmenn Íslands ég kalla á ykkur skoðið  Edduheima og veltið síðan fyrir ykkur þeim miljónum manna sem ættu eftir að leggja leið sína til Íslands til að berja þetta undur augum.  Hugsum stórt eins og Haukurinn segir.   Þessi garður þarf að mér skilst svona eins og hálfs kílómetra radíus.  Landsvæðið í kringum Keilir kemur upp í minn huga ?   Það er allt í þessu landi hvort eð er að safnast hér á suðurhornið .

Ef þið viljið kynna ykkur þetta betur getið þið farið á www.vikingcircle.com eða haukur@vikingcircle.com   Þegar komið er heim á hlað í Straumi tekur engin annar en Þór sjálfur með hamarinn á móti ykkur.

P9160146

 

Ian Anderson, Jethro Tull og BSH ?

File0052

Föstudagurinn 14 sept rann upp og ég þurfti að mæta til vinnu minnar í Kringlunni og var vægast sagt mikið að gera á þeim bæ.  Tilhlökkunin til kvöldsins var samt aldrei langt undan.  Við hjónin ákváðum að gista á hóteli svona til að skapa skemmtilega stemmingu í tengslum við þennan atburð sem við höfðum beðið svo lengi eftir.  En ekki gekk það eftir vegna þess að ekkert herbergi var laust á hótelum Reykjavíkurborgar.  En við fengum inni í Helgu Húsi að Lækjarkinn í Hafnarfirði.  Sem föðursystir minnar konu rekur ásamt sínum manni og þar er manni ekki í kot vísað.  Vinnudegi lauk og lá þá leiðin í Á T V R að höndla bjór því ekki fer maður alveg þurrbrjósta á svona viðburð.   Er ég kom í Helgu Hús var konan mín á leið frá Sandgerði og kom þar skömmu seinna.  Þar sem við höfðum fengið okkur öl vildum við ekki keyra svo við hringdum á bíl til að koma okkur á tónleikana í Háskólabíói.  Við hringdum í BSH og var sagt að bíllinn kæmi strax.  Þetta var hálfátta.  Tíminn leið og ekki kom bíllin.  Við hringdum í þrígang og var alltaf sagt að bíllinn væri á leiðinni.  Þegar klukkan var að verða átta hringdum við í Hreyfil  og kom bíllinn að vörmu spori. Vegna þessara ömurlegu þjónustu BSH misstum við af tveimur fyrstu lögunum.  Það má líka geta þess að fyrir rest hætti stöðin að svara hringingum okkar og til að kóróna allt vorum við með miða bróður míns Helga og Óla Bach .  Það mun líða langur tím þar til ég kaupi þjónustu BSH.     En ergelsið yfir þessu var fljótt að hverfa þegar inn var komið.  Anderson karlinn er sko ekki aldeilis dauður úr öllum æðum.  Sei sei nei.   Það verður að segjast alveg eins og er að þetta voru hreint út sagt stórkostlegir tónleikar og hverrar krónu virði.  Eins og sagði misstum við af fyrstu tveim lögunum en Sveinn Guðjónsson gerir tónleikunum góð skil í grein sinni í Mogganum í dag 18/9/07 og er ósköp litlu við það að bæta.  Ég er að mestu leiti sammála Sveini í gagnrýni hans.  Við vorum öll sammála um að betri tónleika hefðum við ekki farið á í langan langan tíma. 


Hinn dásamlegi 49 Vestmanneyjaárgangur

File0049  Ég set þessa mynd hér inn og pára þessar línur í þeirri von að einhver hinna dásamlegu 49 árgangs félaga minna setji sig í samband og fari að leggja línur að nýju árgangsmóti.  Það var svo ofboðslega gaman síðast að maður vill fara að setja í gang aftur.  Ég skal ekki láta mitt eftir liggja. 

Stundin nálgast

File0050  Nú eru bara tveir dagar í að við getum séð og heyrt hina mögnuðu hljómsveit Jethro Tull.  Tilhlökkunin er mikil,  miðar klárir.  Ég fór í Laugardalshöllina þegar Ian Anderson flutti "orchestral Jerthro Tull í fyrra með hluta af Sinfó og bandi er kom með honum, og var það hreint út sagt stórkostlegt.  Ég aftur klikkaði á því þegar kapparnir voru á Skaganum um árið og hef nagað mig upp að olnboga fyrir vikið.  Nú skal sko ekki klikkað á því.  Ég ætla segja frá tónleikunum hér á síðunni strax um helgina.

Síðbúin þjóðhátíðar stemming. Lífið er yndislegt

File0047   Þessi skemmtilega mynd birtist í "Fréttum" sem er vikublað sem er gefið út í Vestmannaeyjum.  Þarna má sjá hluta af þeim listamönnum er komu fram á þjóðhátíð Vestmannaeyja árið 2007.  Það er orðin hefð að allir tónlistarmennirnir safnist saman og syngi lagið "Lífið er yndislegt"

Sandgerðisdagar, Klassart og Vinir Dóra

Maður verður að fara að taka sig á í blogginu, það hafa verið miklar annir á þessum bæ síðustu vikur svo ég á mér kannski eitthverjar málsbætur ?  Sandgerðisdagar að baki með öllu sínu ánægjulega amstri .  Ég held að það megi fullyrða að þessi hátíð hafi heppnast með eindæmum vel.  Svona bæjarhátíðir sem ekki snúast um að græða peninga en er eingöngu ætlað að skapa góða stemmingu og  sameiningu í bæjarfélaginu eru af hinu góða.  Eftir að hafa tekið þátt í skreytingu hverfisins okkar hefur  verið stofnað til kynna við nágranna.  Já þetta er bara hið besta mál.  Ég má til með að láta nokkur orð falla um tónleika Sandgerðis hljómsveitarinnar Klassart og hinna frábæru Vina Dóra .. á Vitanum á föstudagskvöldið 24 ágúst. Þessir tónleikar voru að sjálfsögðu liður í dagskrá Sandgerðisdaga.  Við hjónin röltum okkur niður á Vita og þar var mikil mannþröng og Klassart þegar byrjaðir að spila.  Þessir ungu krakkar komu mér svo sannarlega á óvart.  Alveg brilliant, flott spilamennska og góður söngur  músíkin góður bræðingur af fönki, blús og rokki.  Svo tóku gömlu reynsluboltarnir í Vinum Dóra við.  Ég verð að játa að ég hef aldrei farið á tónleika með með þessu annars frábæra bandi.  Ég hreifst mikið af blues á uppgangsárum John Mayall þegar hann var að unga út snilldar tónlistarmönnum eins og Erik Clapton, Peter Green, Jeff Beck, Mick Fleetwood, Mick Taylor og svo mætti lengi telja.  En við erum að tala um Vini Dóra sem hafa örugglega orðið fyrir varanlegu áhrifum af þessum mönnum.  Þarna upplifði ég aftur blúsinn.  Déskoti eru þetta annars fínir spilarar.  Ég tek ofan fyrir Vinum Dóra og ráðlegg öllum að upplifa tónleika með þessu bandi.

 

We´re only in it for the money

File0015

WÉ´RE ONLY IN IT FOR THE MONEY.

Ég horfði á sjónvarpsfréttirnar í kvöld eins og eflaust flestir landar mínir og heyrði kaupmann útlista af hverju skólatöskur eru svona miklu dýrari hér á landi en í Danaveldi.  Ætlast menn til að maður trúi þessu bulli ? Það er stöðugt verið að taka okkur íslendinga í ras......  .    Um síðustu jól var Skelfirinn  seldur inn á annað hvert heimili í landinu á fjórfoldu  verði  miðað við verðið í nágranalöndum okkar.  Jú það eru tollar og álögur sem valda þessu.  Menn eru semsagt að þessu af einskærum náungakærleik.    Tveir útgefendur launaskrár þeirra hæðst launuðu sátu í Kastljósi og reyndu að telja þjóðinni trú um að þeir gerðu þetta af réttlætiskennd og þjóðin ætti rétt á að vita Þetta.  Bull.....  .     Af hverju koma menn ekki bara hreint fram eins og Frank Zappa sálugi og segja „we´re only in for the money“ .   Því þegar allt kemur til alls þá snýst allt um peninga.  Listir, trú, fótbolti, golf, Omega og svo mætti lengi telja.  Svo ég noti góða og kjarnyrta íslensku.  When it comes down to it it´s all about  money.

 


Útlendingafangelsi

27 júlí síðastliðinn bloggaði ég um trúboðsbann og fékk reyndar færri athugasemdir en ég hafði gert mér vonir um. En í einni athugasemdinni er talað um útlendinga sem gista okkar fimm stjörnu fangelsi og finnst það bara hið besta mál !    Það leiðir hugann að fangelsismálum okkar Íslendinga.  Mér skilst að 30 % fanga í okkar landi séu útlendingar.  Af hverju á ég sem íslenskur þegn að standa straum af framfærslu einhvers austurevrópsks mafíuósa austur á Litlahrauni ?  Sem er þar fyrir að smygla fíkniefnum inn í landið.  Á ekki bara að senda hann til síns heima með frímerki á rassinum ? En þetta er víst ekki svo auðvelt.  Það má víst kenna bullinu í Brussel um það ?   Við erum að hýsa hér harðsvíraða atvinnuglæpamenn sem umgangast okkar glæpamenn, suma harðsvíraða og aðra ómótaða og enn aðra sem eru þarna fyrir sín fyrstu brot.  Er ekki óæskilegt að þarna myndist sambönd ?    Sá er gerði athugasemd við bloggið mitt sagðist alls ekki vera á móti nýbúum né útlendingum,  ég hef mjög sterkar skoðanir á þessu og ég ætla leyfa mér að segja hið sama en mér er samt afskaplega illa við útlendinga sem eru hér til að hafa okkur að fíflum og draga sitt lífsviðurværi út úr okkar velferðarkerfi  án þess að verðskulda það.   Herinn fór burt af Miðnesheiðinni og skyldi eftir sig húsnæði , samkomuhús, kirkjur og fangelsi.  Erum við ekki á fullu hér á Suðurnesjunum að leita leiða til að skapa atvinnu ?  Hvernig væri að nýta fangelsin á Miðnesheiðinni undir útlendingafangelsi.  Allir menn af öðru þjóðerni en okkar sem brjóta af sér hér á landi og við getum ekki sent til síns heima með frímerki á rassinum yrðu vistaðir þar.  Það færu kannski að renna tvær grímur á þessa óæskilegu menn ef þeir vissu að þeirra biði vist í útlendingafangelsi?  Og til að gera þetta enn ófýsilegra fyrir þá gætum við nýtt okkar fullu frystigeymslur af hvalkjéti.  Hvalkjét í hvert mál meðan á afplánun stendur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband