28.12.2008 | 11:44
Útrásarminkar ?
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala meira um bankahrunið ? En þegar grannt er hugsað ættum við alls ekki hætta að tala um þetta. Ég held að stjórnvöld ætli sér að þegja þetta í hel eins og svo margt annað sem þau hafa svo sannarlega komist upp með. En það er eitthvað sem við ættum alls ekki að leyfa þeim að komast upp með. Þessi þjóð hefur alla tíð unnið mikið reyndar oft á tíðum allt of mikið. Þar í liggur að mínu mati skýringin á tregðu landans til að hafa afskipti af félagsmálum og pólitík. Hver þekkir ekki þessa tilfinngu æ ég ætla nú bara fleygja mér upp í sófa þegar ég kem heim og slappa af ? Þessvegna verðum við að berja okkur á brjóst og láta ekki deigan síga og halda mótmælunum áfram. Nota öll tiltæk ráð til að koma stjórnvöldum frá. Ég var að hlusta á morgunþátt Rásar Tvö um daginn er Jón Hafsteinn Namebíufari var í heimsókn hjá Gesti og Guðrúnu og óhjákvæmilega komst ástand þjóðarinnar í tal. Jón sagði þar hlut sem mætti alveg heyrast aftur og hátt og skýrt. Hvar var bankaeftirlitið ? Hvar var Seðlabankinn ? Hvar voru mennirnir sem afhentu útrásar minkunum frelsi til að gera það sem þeim sýndist (stjórnvöld) ?
Ég nota orðið minkunum því jón kom með ansi merkilega samlíkingu. Þaðan sem hann kom til að halda jól hér heima á Íslandi (Namebíu) þar er nú ekki ríkidæminu fyrir að fara og ríkidæmi manna mælist í fé, hænum, kúm o.s,f Þar myndi eingin maður með réttu ráði setja mink inn í hænsabúið sitt og líta svo til hans á mánaðarfresti og spyrja er ekki allt í goodý hérna ?
Ég á svolítið erfitt með að skilja lókigina í björgunaraðgerðum fjármáspekinga ? Ég hef alltaf haldið að það væri algert glapræði að moka fé í algerlega vonlaus fyrirtæki. Ég man þá daga er risinn Samvinnuhreyfingin hrundi. Afleiðing af því þar hafði fé verið mokað í dauðadæmd kaupfélög. Ég man ekki betur en þeim hafi einfaldlega verið leyft að rúlla á hausinn. Hverjir voru við völd þá ? Af hverju hrynja bankar og fjármálafyrirtæki ? Nú af því að þeir taka peninga sem þeir eiga ekkert í og nota til eigin framdráttar og nú er komið að skuldadögum og apparatið hrynur til grunna. Hvað er gera stjórnvöld (hænsabóndarnir) ? Nú þeir rétta sömu mönnum meiri peninga sem þeir eiga ekkert í, nefnilega okkar peninga. Sjá ekki háskólamenntaðir spekingar að þarna er einhver skekkja í dæminu? Íslenska þjóðin sleppt sér algerlega í öllu sukkinu (góðærinu) talandi um góðæri þá fór ég gersamlega á mis við það. Ég hef eftir sem áður þurft að ströggla við að ná endum saman og ekki hefur það lagast. Æ þetta var smá útúrdúr. Útrásarminkarnir slepptu sér algerla drápu hverja hænuna af annari. Þannig að ef við leggjum saman tvo og tvö er ástæða erfiðleika okkar sú að við höfum lifað um efni fram og ég fæ ekki betur séð að lækningin við því sé að moka miljörðum jafnvel skriljónum í að gullkálfsdansinn megi duna áfram ?
Ég bara spyr eins og fávís kona ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.