Spilling, óhæf valdstjórn og þjófar

Ég eins og örugglega flestir Íslendingar ber ugg í hjarta yfir framtíð þessa lands en þessi óvissa og þögn stjórnvalda verður þess valdandi að ég efast um heilindi þeirra.  Ég hef reynt eftir megni er ég  blogga hér að nefna menn ekki með nafni  til að meiða ekki  neinn.  En mér finnst að stjórnvöld og pólitíkusar hafi meitt okkur (þjóðina) svo mikið að héðan í frá ætla ég að nefna hlutina sínum réttu nöfnum.   Er ekki einkavæðingin, frjálshyggjan og græðisvæðingin runnin undan rifjum sjálfstæðismanna ?  Hefur ekki allt þetta fjármálasukk og spilling fengið að grassera undir þeirra verndarvæng ?  Eru pólitíkusar þá ekki ábyrgir ? 

Það var gott að hlusta á Einar Má í Kastljósinu í gær.  Þarna kom loks maður sem talar Íslensku og talar ekki eins og þjóðin sé samansafn af vitleysingjum sem ekkert skilja og ekkert vita.   Málið er að það er fullt af ábyrgu, menntuðu og ópóltísku fólki sem gæti fyllt sæti þessara óhæfu stjórnmálamanna  sem eru búnir að sanna sig að vera gersamlega óhæfir til að stjórna þessu landi.   Spillingin og hagsmunagæslan sem þrífst á alþingi og í landstjórninni er slík að engin og ég segi engin af þeim er sitja í valdstjórninni  er hæfur til að vera þar.  Þess vegna hlýtur það að vera krafa þjóðarinnar að þetta fólk víki og ekki nóg með það heldur þarf að koma öllum sjálfstæðismönnum úr valdastöðum.  Því nú er sjálfstæðisflokkurinn að sína sitt rétta andlit hagsmunasamtök valds og peningamanna.  Framsóknarflokkinn þarf ekki að tala um hann er hvort eð er ekki til lengur og mér sýnist vera nákvæmlega sami eiginhagsmuna rassinn undir samfylkingunni líka.   Hvar er forseti vor sem búin er að túra heiminn og hampa útrásar (ég fæ mig ekki til að segja víkingum, því af þeim er ég stoltur) heldur ætla ég að segja þjófunum.  Því hvað eru menn sem eru búnir að sölsa undir sig  tólffalda landsframleiðslu heillar þjóðar undir sig annað en þjófar ?   Af hverju eru þessir menn sem voru í forsvari fyrir bönkunum og öðrum fjárfestingarfyrirtækjum ekki sýnilegir á síðustu vikum ?  Hvað með þessa tvo hulduseðlabankastjóra sem aldrei hafa þurft að svara fyrir einu eða neinu ?

Eina leiðin til að taka til í okkar samfélagi er að sópa öllu þessu líði út.  Bókstaflega gera byltingu.  Moka líka út úr alþingi.  Koma á fót þjóðstjórn sem hefði vald til að sækja þjófana og taka þýfið til baka og koma mönnum sem staðnir verða af skjalafalsi og undandrætti á fjármunum þjóðarinnar á bak við lás og slá.

Þetta virkar kannski róttækt sem ég hef sagt hér að ofan ?  En er það ?   Sjáum hvað tíminn mun leiða í ljós.

Lítum til baka. Hvað gerðist í Frakklandi þegar þjóðin var búin að fá nóg af yfirgangi og græðgi aðalsins.  Hvað skeði þá.     Sama sagan gerðist í Rússlandi.  Þegar bókstaflega er búið að mergsjúga eina þjóð inn að beini, þá rís hún upp og veltir af sé okinu.  Og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband