2.7.2008 | 23:14
Hækkandi bensínverð, Bush og íslenskur barlómur
Það er annað hvort í ökkla eða eyra ? Þetta er þriðja bloggið mitt á einum sólarhring.
Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég email sem hvatti mig og reyndar alla hugsandi Íslendinga að bregðast við áður en bensínverðið færi í 200 kall ! Mig rak í rogastans því þarna var komin hugmynd sem hafði lostið ofan í huga minn fyrir ekki all löngu síðan. Þetta að frysta úti eitt olíufélag í einu. Það er einhvernvegin þannig að ef þú gerir ekkert með hugmyndir þínar þá framkvæmir bara eitthver annar þær. En hvað um það hugmyndin er góð og ég fagna því að hún skuli vera komin af stað. En er eitthvað að gerast ? Ég ætlaði að kaupa bensín á laugardaginn var, var á leið upp í Borgarfjörð og renndi við á Fitjunum til að kaupa í Orkunni. En þá brást svo við að ég gat ómögulega munað pinnumerið og á endanum varð ég að kaupa bensín hjá N1 sem ég ætlaði alls ekki að gera. Ég spurði bensínafgreiðslumann (sem er örugglega ekki á neinum forstjóralaunum) hvort eitthvað hefði minkað að gera hjá þeim ? Hann svaraði því neitandi og fór svo að halda uppi vörnum fyrir framferði olíufélagana. Hvað er eiginlega að mönnum ? Hugsaði ég er hann hafði rennt kortinu mínu í gegnum vélina og hirt af mér 8500 kr takk fyrir. En af hverju í ósköpunum getum við Íslendingar ekki staðið saman um hluti sem þessa ? Ég man þá daga er gaus í Eyjum (eins og ekki sé nóg búið að ræða um goslok hér í bloggheimum ?) hvernig þjóðin stóð saman sem einn maður og allar hendur á lofti til að bjarga málunum.
Af hverju er þetta orðið svona ? Hvað veldur því að olíuverð hefur rokið svona upp ? Mér verður hugsað til vanvitans er situr í hvíta húsinu í Wasington. Hafið þið aldrei pælt í því að hann er höfuð einnar stærstu olíu famelíu í Bandaríkjunum ? Déskoti held ég að hann og allt hans lið græði á tá og fingri nú.
En við verðum að passa okkur á því að falla ekki ofan í barlómspyttinn og leggjast í þunglyndi heldur snúa bökum saman og velgja okkar olíufurstum undir uggum og framkvæmum þessa brillíant hugmynd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.