18.6.2008 | 10:33
Löggæslumyndavélar = fjáröflun löregluembættis Snæfellsnes
Við hjónin segjum farir okkar ekki sléttar þegar lögregluembættið á Sæfellsnesi er annarsvegar ? Við búum í Sandgerði eins og þið kannski vitið og fyrir nokkru voru settar upp löggæslumyndavélar á Sandgerðisveginn og er það í sjálfu sér hið besta mál því alltaf eru til idjótar sem keyra alltof hratt. Staurarnir standa þarna vikum saman án þess að vera virkir og svo fyrirvaralaust byrjar að rigna yfir okkur sektarmiðum upp á 7500 kr hvert stykki. Við verðum að punga út tugum þúsunda, eins og kostnaðurinn við akstur í bæinn sé nú ekki nægur ? En þetta eru bara lögin segir kannski einhver ? Jú það er alveg rétt. Svo má deila um réttmæti hraðatakmarkana. Það er löngu viðurkennd staðreynd að hraði umferðarinnar hér á nesinu er vel yfir hundraðinu. Mér finnst líka skjóta skökku við að lögreglan lætur afar sjaldan sjá sig á Reykjanesbrautinni á morgnana þegar menn keyra hiklaust á 120 km hraða. En svo eiga þeir til með að sitja fyrir manni á nóttinni þegar afskaplega fáir eru á ferð. Við keyrðum mest á 104 km hraða framhjá myndavélunum af þessum sex sektarmiðum.
Hefði ekki verið allt í lagi að gefa okkur einhverja aðlögun og lögreglan einbeitti sér að alvöru ökuþrjótum. Mér finnst þetta siðlaust athæfi af hendi manna er eiga að gæta laganna að þeir misnoti lögin til að draga fé í budduna.
Athugasemdir
Sektarmiðarnir koma frá lögregluembættinu á Snæfellsnesi hvernig svo sem á því stendur ?
Hermann Ingi eldri (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.