Goslokahátíð og ekki Logar

c_users_gribo_pictures_olympus_master_2_2008_05_28_p5280271.jpg

Vegna fjölda spurninga sem hefur rignt yfir okkur Logamenn síðan það varð ljóst að Logar yrðu ekki á goslokahátíðinni  finn ég mig knúinn til að segja nokkur orð um málið.

Goslokahátíðin í Eyjum er orðin fastur líður í lífi eyjamanna og flykkjast þá gjarnan burt flognir eyjamenn  „heim“   Í hugum margra skapa þessi hátíðahöld þá stemmingu sem horfið hefur úr Þjóðhátíðinni á seinni árum eftir að hún hætti að vera hátíð heimamanna og allt batteríið fór að snúast um peninga.    Ég fyrir mína parta hef upplifað  það að vera í Eyjum og finna stemminguna bókstaflega liggja í loftinu og eftirvæntingin samkvæmt því.  þessari  sömu tilfinningu man ég eftir sem ungur maður þegar Þjóðhátíðin var  á næstu grösum.    Svona hátíð er óneitanlega lyftistöng fyrir bæjarfélagið,  fjöldi manns flykkist til eyja og kaupir þá þjónustu sem þar er í boði svo ekki sé talað um þá skemmtan sem allir njóta.

Þess vegna finnst manni skjóta skökku við  að goðsögn á borð við hljómsveitina  Logar skuli ekki  taka þátt í hátíðahöldunum  út af nokkrum aurum ?  Lagið „Minning um mann“  kom einmitt út gosárið 1973 og í hugum flestra eyjamanna eru Logar órjúfanlegur hluti af þessum rósturímum sem gosið óneitanlega  var.  Það hefur lengi loðað við í okkar góða heimabæ að þegar málin snúa að heimatónlistarmönnum þá eiga þeir að gefa sína vinnu.  Ég man þá tíð fyrir allmörgum árum síðan að sjómannadagur var haldin hátíðlegur og hljómsveitin Gautar frá Siglufirði áttu á spila því okkar tilboð var víst allt of hátt.  En svo gerðist það sem oft gerðist í Eyjum, það varð ófært og Gautar komust ekki.  Sjómannadagsráð átti ekki aðra úrkosta en leita til okkar og að sjálfsögðu björguðum við málinu.  En svo kom að því að gera upp !    Við sögðumst bara taka launin sem Gautar áttu að fá.  Þvílík ósvífni,  ætlið þið að heimta það ? Já við ætlum það.  Við fengum launin sem reyndar voru talsvert hærri en það tilboð sem við gerðum fyrr og við fengum að heyra það að Logar mundu aldrei fá að spila aftur á sjómannadegi og hefur það staðist fram á daginn í dag.   Nú virðist sama sagan aftur uppi á borðinu við erum svo ósvífnir að fara fram á laun fyrir okkar vinnu.  Það er gengið svo langt að ætlast til þess að við berum kostnað af þátttöku okkar.  Þau laun er í boði eru nægja ekki einu sinni fyrir kostnaði.

Svo heyrir maður að Megas við sjötta mann ætli að halda tónleika á hátíðinni og sjálfsagt borgar hann sjálfur miðann sinn í rútuna frá B.S.Í.  , miðann í Herjólf, fyrir bílana, flutning á hljóðfærum, gistinguna hjá Þresti og fyrir hina sex meðlimi hljómsveitarinnar og svo gefa þeir að sjálfsögðu allir vinnuna sína ?

Kannske ætti ég að fá Garðar í Tréverki til að koma og vinna fyrir mig við sólpallinn og segja svo að verki loknu. "Þakka þér kærlega fyrir kæri heimamaður þetta var virkilega rausnarlegt af þér ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hermann Ingi.

Mjög leiðinlegt ef satt er að nokkrir aurar stoppi það af að þið spilið á goslokahátíðinni.

Ég hefði svo sannarlega verið til í að sjá ykkur Logana spila á goslokahátíðinni. Ég man eftir fjörinu í "Logakrónni" á goslokum fyrir nokkrum árum, ég held að enginn sem var að hlusta á ykkur þá gelymi því, þvílíkt stuð.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Ofi

Sæll Hermann.

Leitt að heyra þetta, maður einhvern veginn var bara búinn að reikna með að þið "Loga" peyjar yrðu með, en svo virðist ekki vera, þó svo eins og þú segir " Lagið „Minning um mann“  kom einmitt út gosárið 1973 og í hugum flestra eyjamanna eru Logar órjúfanlegur hluti af þessum rósturímum sem gosið óneitanlega  var"

 Þess vegna skít í skökku við að þið hafið ekki verið fengnir til þess að vera með í þessu.

Með kveðju

Ófeigur "Loga fan" 

Ofi, 18.6.2008 kl. 08:08

3 identicon

Sæll Hermann Ingi

Já það er leitt að heyra að Logar verða ekki á dagskrá Goslokahátíðar og tek ég undir það sem skrifað hefur verið hér á undan. Logar eiga stórann sess í minningu Eyjamanna og þá á ég ekki bara við gosið heldur bæði fyir og eftir þann tíma, t.d nú er bongó blíða og þá rifjast upp fyrir manni þegar svona veður var í denn þá voru Logar mættir í Klaufina til að taka lagið og hita upp fyrir böll helgarinnar, klassa tími.

Það er einlæg ósk mín að úr rætist og gaman væri að sjá ykkur spila aftur undir Löngu eins og forðum á goslokahátíð.

Kveðja Tommi Sveins

Tommi Sveins (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:27

4 identicon

Heill og sæll Hermann Ingi.

Sannarlega er leitt að Logar skuli ekki taka þátt í Goslokahátíðinni í ár.

Þú kastar fram fullyrðingum í lok greinar þinnar um fyrirhugaða tónleika Megasar og Senuþjófanna í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 3. júlí nk. Mér er bæði ljúft og skylt að leiðrétta þessar rangfærslur hjá þér, enda stend ég fyrir tónleikahaldinu.

Eins og ég segi þá stend ég fyrir tónleikahaldinu en ekki Goslokanefnd eða Vestmannaeyjabær, eins og þú lætur út líta. Ég get upplýst þig um að Megas og Senuþjófarnir ásamt róturum og hljóðmanni gefa ekki vinnu sína, heldur greiði ég þeim laun ásamt því að borga undir þá flug og gistingu, flutningskostnað fyrir hljóðfæri, leigja Höllina, þá þarf ég að greiða STEF, borga prentun á plaggötum og aðgöngumiðum, kaupa auglýsingar í fjölmiðlum ásamt fleiru. Ég tek því alla áhættu á tónleikahaldinu sjálfur og fæ ekki krónu frá Vestmannaeyjabæ eða Goslokanefnd.

Annars minni ég á fyrrnefnda tónleika með Megasi og Senuþjófunum sem fram fara fimmtudaginn 3. júlí nk. og fara fram í Höllinni. Miðaverð er 2500 krónur. Hægt er að kaupa miða í forsölu hjá Sparisjóði Vestmannaeyja og kostar miðinn 2000 krónur. Þá er hægt að tryggja sér miða með því að senda póst á netfangið megas@heimaey.is

Með bestu kveðjum,
Skapti Örn Ólafsson

Skapti Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:15

5 identicon

Blessaður Skapti og ég tek ofan fyrir þér að standa fyrir þessum tónleikum Megasar enda fer þar óumdeilanlegur snillingur.   Ég reyndar sagði að ég hefði heyrt,  þannig að ég er ekki að fullyrða neitt.  Það sem vakti fyrir mér var að svara þeim fjölda spurninga við strákarnir liggjum undir þessa dagana og kannski smá kaldhæðni í bland.  En ég skal segja það hér að við strákarnir erum algerlega rólegir yfir þessu og ekkert ergelsi er í gangi enda er okkur öllum hlýtt til okkar æskustöðva þó svo að við séum kannski ekki tilbúnir að bera kostnað af því að koma og taka þátt í hátíðahöldunum.

Hermann Ingi eldri (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Verð að fá að skjóta nokkrum orðum hérna inn.

"Það hefur lengi loðað við í okkar góða heimabæ að þegar málin snúa að heimatónlistarmönnum þá eiga þeir að gefa sína vinnu.  Ég man þá tíð fyrir allmörgum árum síðan að sjómannadagur var haldin hátíðlegur og hljómsveitin Gautar frá Siglufirði áttu á spila því okkar tilboð var víst allt of hátt.  En svo gerðist það sem oft gerðist í Eyjum, það varð ófært og Gautar komust ekki.  Sjómannadagsráð átti ekki aðra úrkosta en leita til okkar og að sjálfsögðu björguðum við málinu.  En svo kom að því að gera upp !    Við sögðumst bara taka launin sem Gautar áttu að fá.  Þvílík ósvífni,  ætlið þið að heimta það ? Já við ætlum það.  Við fengum launin sem reyndar voru talsvert hærri en það tilboð sem við gerðum fyrr og við fengum að heyra það að Logar mundu aldrei fá að spila aftur á sjómannadegi og hefur það staðist fram á daginn í dag."

Nú veit ég ekki hvernig það var, en þarna ætla ég að gera ráð fyrir því að þið hafið allir verið staðsettir í eyjum.

miðað við frétt á eyjar.net hér http://eyjar.net/?p=101&id=19928 þá var ykkur boðið það sama og aðrir.

"Logum bauðst að spila á goslokahátíðinni fyrir sömu þóknun og aðrar hljómsveitir sem þar koma fram. "

en síðan segir Ólafur Guðlaugsson hérna http://eyjar.net/?p=101&id=19932

"en hafa ber í huga að enginn okkar býr í Eyjum lengur, svo það er ansi hæpið að við sitjum við sama borð kostnaðarlega séð eins og hún bendir á í sinni yfirlýsingu, að engin  sanngirni sé í því að greiða öðrum meira en hinum. En það fylgir því nefnilega kostnaður að koma sex manns með hljóðfæri og tækjabúnað til Eyja og kaupa undir hópinn gistingu, það erum nefnilega við sem sitjum ekki alveg við sama borð og aðrar hljómsveitir sem búa í Eyjum."

Þannig að í eitt skipti þá átti að bjóða ykkur minna en öðrum, þar sem að þið voruð í eyjum (allavega ófært til eyja og þið spiluðuð) og utanbæjarmönnum meira og þið voruð ósáttir við það, en þið eruð líka ósáttir við það þegar að þið eigið að fá jafnmikið og utanbæjarmenn.

Hvernig væri nú bara að vera samkvæmir sjálfum sér.

Árni Sigurður Pétursson, 20.6.2008 kl. 08:34

7 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

, en þið eruð líka ósáttir við það þegar að þið eigið að fá jafnmikið og utanbæjarmenn.

þetta átti að vera innanbæjarmenn, það er að segja, menn staðsettir í eyjum.

Árni Sigurður Pétursson, 20.6.2008 kl. 08:42

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Hermann Ingi, mér sýnist þetta vera sama gamla tuggan, en hefur ykkur ekki dottið í hug að halda tónleika á stakkó eða hvar sem er í Eyjum þessa helgi, ég sem gamall Loga aðdáandi myndi mæta með mína konu.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.6.2008 kl. 07:23

9 identicon

Heill og sæl Helgi.  Mér óraði aldrei fyrir því að þetta litla blogg mitt mundi valda slíku fjaðrafoki.  En þetta með tónleika á Stakkó er góð hugmynd og hver veit nema að hún verði að veruleika.  Enda líður að 45 ára afmæli Loga.

Hermann Ingi eldri (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband