23.5.2008 | 00:06
Saumaklúbbur = Keltar
Fyrir nokkrum dögum síðan skrifaði ég hér á síðunni um bölsýni, bölmóð og neikvæðni og það er svo sannarlega nóg af slíku á ferðinni í dag. Svo við skulum taka upp léttara hjal og tala um jákvæða og skemmtilega hluti. Síðastliðið vor var sett á laggirnar hljómsveit eða kannski væri réttara að segja að stofnaður hafi verið saumaklúbbur ! Þessi saumaklúbbur sem framan af gegndi nafninu Gigtarfélagið er ólíkur flestum öðrum saumaklúbbum þar sem allir meðlimir klúbbsins eru karlmenn og í stað þess að prjóna, sauma í eða stunda aðrar kvennalegar hannyrðir er iðkuð tónlist Eða með öðrum orðum spilað á hljóðfæri og sungið. Svo eru menn dissaðir í spað.
Framan af var mikið brainstormað um nafn á fyrirbærið. Mörg nöfn komu upp eins og Gigtarfélagið, Glerlestin, Dyss, Hermar, Hamingjuhersveitin, Hersveit hinna fordæmdu og Brosvöðarnir . Mörg fleiri nöfn komu til greina en það yrði ansi langur listi svo ég læt það ógert. Að lokum varð nafnið Keltar fyrir valinu sem er vel við hæfi þar sem meðlimir þessarar hljómsveitar hafa allir sterkar rætur í keltneskri tónlist.
Meðlimir Keltana eru Georg Ólafsson, Vignir Ólafsson, Hermann Ingi Hermannsson, Hlöðver Guðnason og Hilmar Sverrisson.
Ég mun greina frekar frá þessu merka fyrirbæri á næstu dögum
Athugasemdir
Þú auglýsir svo að sjálfsögðu á blogginu ef „saumaklúbburinn“ kýs að færa sig út úr bílskúrnum og upp á svið einhvers staðar. Hljómar eins og þéttur hópur með góðan móral sem gaman væri að sjá á sviði.
Lister var lengi rekin í þessum saumaklúbbafíling, æfingar gátu dregist upp í 2-3 klukkutíma jafnvel þótt prógrammið væri ekki nema hálftími og ekki spilað nema einu sinni. Svo lengdist prógrammið samhliða því að frítími meðlima skertist svo venjuleg æfing er farin að verða meira þannig að það er byrjað að spila um leið og allir eru mættir og farið heim fljótlega eftir að búið er að renna í gegnum prógrammið, með tilheyrandi aukatökum á þau lög sem verst þóttu koma út, en til að vega upp á móti hinu dags-daglega full agaða skipulagi og þétta móralinn í hópnum reynum við að halda „bjóræfingu“ einn föstudag í mánuði. Þá mætir hver með kippu til tvær, og það er bara sest og spjallað með smá hljóðfæraglamri og gauli inn á milli og sjaldnast allir að spila í einu, og þá oftar en ekki annara manna lög á annara manna hljóðfæri. Langskemmtilegustu æfingarnar
Björn Kr. Bragason, 23.5.2008 kl. 00:54
þakka þér kommentið Björn. Það gaman til þess að vita að fleyri en ég og félagar njótum þessara hljómsveita stunda. Ég held nefnilega að engin skylji þennan feeling nema þeir sem reynt hafa fellow rock and roller
Hermann Ingi Hermannsson, 23.5.2008 kl. 19:38
Ég man allavega að mín fyrrverandi gat engan veginn skilið hvernig hljómsveit með skitið hálftíma prógramm gat eytt þremur tímum og jafnvel meira í æfingar Kannski ein af mörgum ástæðum þess að ég er einhleypur í dag
Björn Kr. Bragason, 5.6.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.