19.5.2008 | 23:52
Bölmóður, bölsýni og allt í steik
Það er orðið ansi langt síðan ég reit í þessa síðu. Ég ætla mér ekki einu sinni að reyna að afsaka það. En ég sé að síðastra færsla var rétt fyrir áramámótin 2007. Ég bara verð að láta nokkur orð falla um allan þann bölmóð, bölsýni, neikvæðni og skapadómstal er á okkur hefur dunið síðustu misseri. Verðbólga, vaxtahækkanir, verðhækkanir á verðhækkanir ofan, fasteignamarkaðurinn hrunin til grunna, bankarnir á vonarvöl, þriðja kynslóð öryrkja, menn í þörf fyrir áfallahjálp og það mætti halda lengi áfram. Það er svo komið að maður neyðist til að slökkva á fréttum. Ef maður hlustar á þær er maður laminn niður í hvert skipti. Allir spjallþættir fjölmiðlana eru undirlagðir af þessum fjanda. Þegar maður er farinn að skrúfa niður í Gesi Einari í morgunsárið er eitthvað verulega mikið að ?
Ef ég hugsa til baka um nokkur ár til þess tíma er ég og mín kona vorum að sligast undan lífsins böggi og litum sjaldnast glaðan dag. Dag einn litum við á hvort annað og sögðum "þetta gengur ekki" við tókum vilja ákvörðun um að vera jákvæð. Bókstaflega hafna allri neikvæðni. Ekki taka þátt í neikvæðri umræðu, ekki tala illa um náungan. Bókstaflega aka öllu árum að því að láta sér líða vel. Og viti menn það leið ekki á löngu áður en lukkuhjólið fór að snúast með okkur en ekki á móti.
Þá verður manni hugsað til þess hvað gerist ef heil þjóð drepst ofan í klofið á sér í depurð og neikvæðni ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.