26.11.2007 | 09:22
Vínilklúbburinn og Don Williams
Ég lagði leið mína einu sinni sem oftar í Hirðinn Góða og fann þar vínil með Don Williams. Ég fletti framhjá plötunni en aftur til baka. Ég vissi ekki mikið um Don Williams annað en hann hafði samið lagið Act naturally sem Bítlarnir gerðu frægt á sínum tíma og Ringó söng svo eftirminnilega. En það að þessi náungi kemur úr sömu röðum og Roger Miller, Johnny Cash, George Jones ásamt fleyri country risum sló ég til og keypti gripinn. Síðan hefur þessi öndvegisgripur verið á fóninum hjá mér meira og minna. Platan heitir Visions og er gefin út árið 1977. Pródúseruð af Don sjálfum og er hann þarna með öndvegis samspilara eins og Lloyd Green á slide gítar og fleiri sem ég kann nú reyndar ekki skil á. Besta lagið Some broken hearts never mend annars er öll platan með þessu rólega og notalega yfirbragði. Það eru engin átök þarna á ferðinni. Það er til mikið af góðri country músik, en það er líka til mikið af hrútleiðinlegri country tónlist. Ég hef alla tíð verið frekar hallur undir þessa tegund tónlistar og þessi 30 ára gamli gripur dregur svo sannarlega ekki úr því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.