2.7.2008 | 14:40
Þankar vegna löggæslumyndavéla
Ég bloggaði hér á síðunni um löggæslumyndavélar og sektarmiðana sem Sandgerðingar eru eiginlega búnir að fá nóg af. Þetta eru smá þankar um sama mál
Það hefur verið talsverð umræða um að flytja störf út á landsbyggðina á síðustu árum og er það í sjálfu sér hið besta mál. En hvernig er þetta með lögregluembættið á Snæfellsnesi og eitthvað kemur Hvolsvöllur inn í myndina líka. Er verið að skapa atvinnu fyrir fólk á þessum stöðum við að eltast við löghlíðina borgara hér á Suðurnesjum sem verður það eitt á að keyra einn til fjóra kílómetra yfir hraðatakmörkum hér á Sandgerðisvegi en að öðru ósköp friðsælir og hættulausir borgar. Svo er verið að taka sama manninn í níunda skiptið fyrir að keyra á 180 km hraða og hann bara skrifar undir játningu og keyrir svo af stað aftur. Hann fær væntanlega himinháar sektir sem hann að sjálfsögðu borgar aldrei og ekki er til pláss í fangelsum þessa lands sem eru uppfull af útlendum atvinnukrimmum sem finnst fangavistin hér vera eins og dvöl á heilsuhóteli. Svo þessir gaurar sem eru hættulegir umhverfi sínu ganga lausir, en þar er líklega miklu vænlegra að eltast við okkur því við væntanlega borgum þessar fjandans sektir. Ég held að lögreglan ætti að snúa sér að því að góma alvöru afbrotamenn og þá sem skapa samborgurum sínu hættu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.