Tónleikar Poul Simon

Ég heyrði fréttir af því fyrir nokkru síðan að jafnvel stæði til að slá tónleika Poul Simon af ?   Ég var í Höllinni í gær ásamt konu minni og gat ég ekki betur séð annað en Laugardalshöllin væri smekkfull.  Frúin hafði keypt miða fljótlega eftir að miðasala hófst þannig að við fengum að sitja.  Ég er búin að lofa sjálfum mér að fara ekki á tónleika þar sem maður þarf að standa upp á endann í gegnum heila tónleika.  En þarna vorum við mætt full eftirvæntingar og urðum svo sannarlega  ekki fyrir vonbrigðum því þetta voru virkilega góðir tónleikar þar sem karlinn fór í gegnum feril sinn og gerði það með elegönsum.    Þarna var með honum átta manna band og þar fóru sko ekki neinir meðaljónar.  Toppmaður í hverju sæti og var hrein unun að fylgjast með þessum mönnum spila. 

Hann spilaði mest af sólóplötum sínum og einna mest af „Graseland“ enda var hann þarna með allavega tvo afró gæja.  En svo hljómuðu þarna lög sem ég þekkti ekki og eru þau væntanlega af nýjustu plötunni „Suprise“ sem ég verð að viðurkenna að hafa ekki eignast enn.  Það verður að teljast mér til málsbóta að síðustu plötur kappans allt frá „Capeman“  hafa að mínum dómi alls ekki staðist mínar væntingar til þessa snillings sem óumdeilanlega verður að teljast til betri lagasmiða þessarar aldar.   Það tók mig allavega tvö ár að viðurkenna að mér finnist Poul Simon plata ekki skemmtileg !

En eftir þessa tónleika fyrirgef ég honum allt og hrópa ferfallt Húrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband