Keltar, Súber, ísbirnir og ökuníðingar

Keltar 

Ég lofaði að greina frekar frá saumaklúbbnum (hljómsveitinni) Keltar.  Við erum reyndar orðnir eins árs gamlir og reynum alltaf að hittast einu sinni í viku og æfum og eigum góðar stundir.  Við erum svo lánsamir að hafa upptökustúdíó í æfingaplássinu og verjum því miklum tíma í upptökur og erum við komnir vel á veg með þrjú lög.  "Förukona"   "Símtal frá Þórshöfn" og "Gömlu góðu dagarnir"  og ákveðið hefur verið að verja sumrinu meira og minna í upptökur.   Vignir er nýkomin heim úr mikilli reisu með hele familien þar sem þau þvældust um meðal andfætlinga okkar í einar sex vikur.  Hilmar flaug út í heim í gær og við hinir ætlum að hittast í kvöld og fremja raddæfingar.

Um daginn var ég á leið eftir Reykjanesbrautinni (á löglegum hraða) snemma dags og var að hlusta á þríeykið sem ræður ríkjum í Súber morgunþættinum á FM 957  en stelpan hún Sigga er þar á meðal. Daginn áður hafði ungur ökuþjarkur tekin af lögreglunni á Selfossi á 175 km hraða, undir áhrifum, hafði áður misst ökuleyfið vegna samskonar afbrots.   Hlustendur voru að tjá sig um hvaða refsing væri hæfileg fyrir svona hegðan ?    Fyrir skömmu gekk ísbjörn á land og var hann talin skapa hættu og hvað gerði lögreglan í því ?   Jú hún mætti með alvæpni og fretaði bangsa niður.  Þá laust þessari hugsun niður.  Hvað á að gera við menn sem leggja líf samborgara sinna í mikla hættu ?    Ég bara spyr eins og fávís kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jah mar spyr sig líka......... á ekki bara að skjóta þá líka.    Heheheheh nei nei að öllu gamni slepptu þá líst mér vel á ykkur gamlingjana að vera að hittast svona og spila. Þetta er eitthvað sem gefur lífinu tilbreytingu.  Hlakka til að heyra plötuna (er hún ekki annars í bígerð??????)   Kær kveðja Stína Run

Stína Run ;-) (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:02

2 identicon

Blessuð Stína,  við strákarnir ætlum ekki að vera með neinar yfirlísingar en ef við sitjum uppi með gott efni eftir sumarið þá er aldrei að vita.

Hermann Ingi eldri (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband