Skömm, afsaknanir og Logar á Þjóðhátíð

Elsku lesendur þessarar síðu,  ég dauðskammast mín fyrir framtaksleysið síðustu vikur eða á ég að segja mánuði.  Ég ætla ekki að afsaka mig með annríki (þó svo að það hafi verið yfrið nóg af því) en svona er nú bara lífið í okkar nútíma samfélagi.  Jólin á næsta leyti og ekki dregur það úr stress staðlinum  eða hvað ?  Er ég ekki að læða hér inn afsökunum ?  Eða hvað.  Ýmislegt hefur drifið á dagana síðan síðasta færsla var innt af hendi hér  á þessari  síðu.  En ég get lofað ykkur því að Sprelli er enn í fullu fjöri og Sprella hans ar aldrei langt undan.   Mér bárust í hendur myndir er teknar voru á þjóðhátíð Vestmannaeyja síðastliðið sumar, var reyndar að fá þær í gær 21 nóvember,  en ég stenst ekki mátið að birta þær hér á síðunni. 

DSC_0013 DSC_0016DSC_0070


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband