Trúboðsbann!

Ég las grein í Morgunblaðinu fyrir ekki svo löngu síðan um trúboð í grunnskólum.   Greinarhöfundur vildi meina að það væri verið að halda trúarskoðunum að nemendum þar sem kristinfræðin ættu í hlut.  Það má Kannski segja að eitthvað sé til í því,  enda er löng hefð fyrir kristinfræðikennslu með okkar þjóð, enda eigum við að teljast kristin þjóð.     Maður er að heyra ansi skrítnar sögur af fólki af öðrum trúarbrögðum sem sest hefur hér að.  Eina heyrði ég frá kunningja mínum sem var að fara með barn sitt til dagmömmu í fyrsta sinn.  Ekkert óvenjulegt við það.  En þegar hann kemur með barnið segir dagmamman að það sé best að hann viti að hún hafi verið kærð.   Tilurð kærunnar var á þann veg að hún hafði passað barn fyrir hjón sem eru múslímar.  Það voru veikindi í gangi svo það var í miklu að snúast hjá dagmömmunni er pabbinn kemur að sækja barnið svo hún flýtti sér inn aftur án þess að kveðja manninn.  Hún misbauð svo trúarkenningum hans með þessu athæfi að hann kærði hana.  Og ekki nóg með það heldur stóð hann dag eftir dag fyrir utan húsið og steytti hnefa í átt til hennar.  Halló !  Eigum við að láta svona yfir okkur ganga?     Ég fór í Gufuneskirkjugarð um daginn að vitja grafar föður míns og var að sækja vatn og stytti mér leið um garðinn og gekk þá fram á grafir er snúa að því að mér virtist í norðvestur en ekki í austur vestur eins og okkar siður er.  Enda rann upp fyrir mér ljós er ég las á steinana að þessar grafir lágu í átt að Mekka.   Ég heyrði um daginn að það væri búið að fjarlægja krossinn af líkbílum til að særa ekki trúarkennd múslima.   Hefur ekki verið sótt um lóð undir moskur hér í borg ?  Er ekki kominn tími til að sporna við ?   Ég heyrði um daginn alveg brilliant lausn á þessum vanda sem er í hraðri uppsiglingu hér á landi og orðin landlægur vandi á nágrannalöndum okkar.   Hvernig væri að Ísland fyrst landa mundi banna allt trúboð í landinu ?  Líka kristið trúboð ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Bönn hafa ekki virkað vel hingað til. Ég aðhyllist þá skoðun að skilja að trú og ríki, eitt hundrað prósent. Síðan höfum við trúfrelsi. Allir hafi leyfi til trúboðs, að sjálfsögðu innan vissra lagamarka. Ég held að það yrði Þjóðkirkjunni til góðs að komast af spenanum og sinna sér sjálf. Allt starf innan hennar yrði þá mun meira lifandi eins og í frumkirkjunni. 

Almenn kurteisi á að vera grundvöllur mannlegra samskipta ekki trúarsetningar, þó að munurinn sé oft ekki ljós. Menning er mismunandi en ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum stolt af okkar menningu. Í því felst að kynna nýbúum okkar menningu. Ég tel það ekki eðlilegt að nýbúar telji sína menningu æðri okkar og tileinki sér þær reglur og norm sem gilda í þeirra nýja landi. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.7.2007 kl. 21:41

2 identicon

Ég er síður en svo á móti nýbúum,  hef nú reyndar eignast vini frá ýmsum þjóðum. En þeir eru nú kannski ekki aðalvandamálið ef að horft er á vandann með víðara samhengi. Það er t.d. ekki sanngjarnt fyrir okkur Íslendinga  að þurfa að læra hvert einasta tungumál þeirra þjóðflokka sem flytja hingað inn í landið okkar. Og það er heldur ekki sanngjarnt að við Íslendingar  skulum þurfa að aðlaga okkur að þeirra trúarbrögðum eða þá þeirra sögu. Af hverju er ekki hægt að setja það sem skilyrði (Í Lög) að hver sá sem flytur inn í landið okkar sé skilt að læra bæði okkar tungumál og líka okkar sögu og siði. Kannski að færri myndu kæra sig um að flytja? hingað kannski ekki! ÉG hugsa að glæpamenn sem hafa flutt hingað séu bara harla ánægðir jafnvel þó svo að þeir lendi á Hrauninu , því að hjá þeim er það nú bara eins og að vera á fimmmmmmmmm stjörnu hóteli.

Elísabet Nönnudóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband