22.7.2007 | 17:55
RUNRIG
Þegar ég opnaði sunnudagsmoggann í dag var það mér sönn ánægja að finna þar skrif um skosku hljómsveitina Runrig. En Arnar Eggert Thoroddsen gerir hljómsbeitinni skil í Tónlist á sunnudegi. Það er gaman og gott að vita af því að fleiri en ég hafi dálæti á þessari frábæru hljómsveit. Ég hef fylgst með Runrig allt frá því er Heartland kom út sem er á svipuðum tíma og Paparnir voru að fæðast enda rataði eitt lag af Heartlad plötunni inn á fyrstu plötu Papana tröllaukin Tákn og fékk þar nafnið Strandið og fjallar textinn. um þegar breski togarinn Dhoon strandaði við Látrabjarg árið 1947. Georg ólafson bassaleikari Papana gerði textann. Það er erfitt að gera upp á milli platna hljómsveitarinnar "Big Wheel" og "Searchlight" rísa einna hæst. Ég fékk nýjustu plötuna Everything You See í hendur bara nú í síðustu viku og hún rís vel undir væntingum.
Athugasemdir
Sæll Ingi ég er búinn að hlusta á þessa plötu og eins og þú segir þá er hún mjög góð. Þetta er eina platan sem ég hef heyrt með þessari hljómsveit og ég held að ég fara í það að útvega mér hinar plötur þessarar grúbbu, enda gott folk-rock þarna á ferð.
Kveðja frá Eyjum
Tómas Sveinsson, 26.7.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.