Leitað langt yfir skammt

AUT22201  Við hjónin höfum um langt skeið unnið að tónlistarsköpun og eigum orðið drjúgan sjóð laga og texta.  Við höfum oft velt fyrir okkur hvaða  söngkonu við ættum að fá til að syngja texta Elísabetar "Móðurhjartað" við lagið "A Womans Heart" og lag mitt við texta Elísabetar "Forboðin ást".  Svo kemur hér systurdóttir Elísabetar Auður Guðjónsdóttir og fer að syngja þessi lög og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina.  Henni hent inn í stúdíó þar sem hún söng eins og engill og mun hún verða tilkvödd í verkið er að því kemur að lögin verða gefin út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var flott hjá ykkur og alveg frábært að sjá hversu vel þú leiðbeindir  henni. Lögin eru frábær og textarnir ekki síðri. Hlakka til að ´heyra lokaútgáfuna. Kysstu sprellu frá mér.

KV. Másapjása

másapjása (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband