HEART OF GOLD algert must

Neil Young er án efa einn af risunum í rokksögunni og einn af fáum sem heldur áfram að þróa sig og kemur ávalt  á óvart með góðum plötum.  Ekki fellur mér samt allt sem karlinn gerir, samanber síðustu plötu "Living With War" þar sem hann sendir Bush tóninn.  Sú plata er eiginlega of rokkuð fyrir minn smekk.  En hvað um það ?   Það er DVD diskurinn „Heart of gold“ sem mig langar að tala um. Samkvæmt titlinum mætti halda að hér væri á ferðinni gamla stöffið hans Young en svo er alls ekki hér er live flutningur og reyndar frumflutningur opinberlega á Prairie Wind sem er plata sem kom út fyrir ekki svo löngu.  Þetta er reyndar eiginleg kvikmynd (consert mynd) og það er ekki ómerkari leikstjóri en Jonathan Demme sá hinn sami og gerði „Silence of the lambs“ sem er hér við stjórnvölinn.  Það er svolítið skemmtileg saga á bak við „Prairie Wind“  Youngarinn var búin að semja tvö eða þrjú lög á nýju plötuna  (ég vil frekar tala um plötu en disk)  þegar hann pantar stúdíó í Nashwille og í millitíðinni fær hann að vita að hann er með einhverskonar gúlp við heilann.  Með þá vitneskju semur hann  það sem upp á vantaði.  Hann lítur mikið um öxl, á æsku sína, syngur um konu sína og fjölskyldu.  Sérdeilis einlæg og skemmtileg plata.  Þarna fáum við að fylgjast með æfingum og undirbúning tónleikana.  Hvernig hann smalar saman fólki til að spila með sér og síðan er „Prairie Wind flutt í heild sinni í The Ryman Auditorium  í hinu sögufræga heimili Grand Old Opry í Nashwille og í lokin tekur hann Heart of gold, Old man, Harvest moon og fleyri gullmola og allan tíman með gúlpinn í hausnum.   Það er ánægjulegt að geta greint frá því að það er búið að fjarlæga gúlp fjandann úr karlinum og hann við hestaheilsu, enda heitir bandið hans Crazy Hourse.   Allir sem unna góðri tónlist verða bókstaflega að fjárfesta í þessum disk.File0002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sprelli.

Gaman og fróðlegt að lesa bloggið þitt. Já hún er aldeilis frábær þessi plata (diskur). Það hafa kanski verið mistök hjá honun Nilla að láta fjarlægja gúlpinn. Ég ætlaði nú að lesa söguna þína en fann hana ekki hér. Væri svo til í að vera þarna hjá ykkur. Kysstu Sprellu frá mér.

Mása pjása

mása pjása (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband