14.7.2007 | 18:41
Hvað er Yusuf að segja okkur ?
Ég bloggaði hér fyrir nokkru um "An Other Cup" plötuna sem Yusuf alias Cat Stevens gaf út seint á síðasta ári. Ef maður skoðar albúmið grant sjáum við Yusuf á bakhliðinni sitja og sötra te (væntanlega) kóraninn á borðinu, sólgleraugu og tepottur úr eir á bakka með sykurkari. Inni í bæklingnum sjáum við sama eirpott, bakka, sykurkar og bollan sem kappinn var að súpa af en nú er
vínilplatan "Tea for the Tillerman" sem allir aðdáendur Cat Stevens þekkja komin í stað kóransins ? En hún ásamt "Teaser and the Firecat" er hápunkturinn á ferli kappans. Manni finnst allt á þessu albúmi hafa einhverjar meiningar. Hvað er hann að segja okkur ? Er hann að segja okkur að hann sé að hverfa aftur til fyrri tíma ? Spyr sá er ekki veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.