Hvað er Yusuf að segja okkur ?

Ég bloggaði hér fyrir nokkru um "An Other Cup" plötuna sem Yusuf alias Cat Stevens gaf út seint á síðasta ári. Ef maður skoðar albúmið grant sjáum við Yusuf á bakhliðinni sitja og sötra te (væntanlega) kóraninn á borðinu, sólgleraugu og tepottur úr eir á bakka með sykurkari. Inni í bæklingnum sjáum við sama eirpott, bakka, sykurkar og bollan sem kappinn var að súpa af en nú er

File0013File0011

vínilplatan "Tea for the Tillerman"  sem allir aðdáendur Cat Stevens þekkja komin í stað kóransins ? En hún ásamt "Teaser and the Firecat" er hápunkturinn á ferli kappans.   Manni finnst allt á þessu albúmi hafa einhverjar meiningar.  Hvað er hann að segja okkur ?   Er hann að segja okkur að hann sé að hverfa aftur til fyrri tíma ?   Spyr sá er ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband