10.7.2007 | 21:21
Art Garfunkel þerapía
Það þarf vart að kynna Art Garfunkel fyrir lesendum síðunnar ? En hann er eins og alheimur veit helmingurinn af hinum fræga duet Simon og Garfunkel. Art Garfunkel fór strax að gera sólóplötur eftir að samstarfi hans og Poul Simon lauk. Fyrsta sólóplata hans Angel Clare er löngu orðin classic. Síðan hafa liðið mörg ár og margar plötur og ég get sagt með stolti að ég á þær flestar og ósjaldan dreg ég fram þessar vínilplötur og bregð þeim á fóninn og spila mér til ómældrar ánægju. Svo var það um daginn að ég var að gramsa í plötubúð Skífunnar eins og ég geri gjarnan. Sé ég þá splunkunýjan disk með Art Garfunkel Some enchanted evening ég var fljótur að grípa gripinn, datt ekki einu sinni í hug að hlusta á hann áður en ég keypti. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum og er langt síðan ég hef eignast disk sem veitir mér jafnmikla ánægju, ég vil meir að segja ganga svo langt að segja að það sé einskonar therapie að hlusta á þennan disk. Allavega færist einhver vellíðan yfir mig við hlustun disksins. Steve Gadd er þarna á trommum sá hinn sami og lék með Art og Poul á hinum sögufræga Sentral Park consert þar sem hálf miljón manns mætti til að hlýða á þá félaga. Aðra spilara þekki ég ekki en þeir skila sínu verki óaðfinnanlega. Allir sem unna ljúfri og afslappaðri músík ættu að eignast þennan disk. Ég ætla að lokum að leyfa mér að vitna í orð sjálfs söngvarans.
In this album. I confess I am under the sway of two magnifisent singers. Chet Baker og Johnny Mathis.
It wasn´t Monet, it was France; It´s not what we say but the dance we´re in; Therein lies the glue in this set of songs I syng to you Art Garfunkel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.