Þankar á sumardegi

Nú hefur veðrið loks snúist á sveif með mér,  síðustu viku er ég búinn að vera að virkja síðustu sumarfrísdaga mína og það verður að segjast alveg eins og er að veðurguðirnir hafa verið okkur hliðhollir.  Ég byrjaði fríið mitt þann fyrsta júní og tók þá tvær vikur sem voru vægast sagt illa heppnaðar veðurfarslega.  Einn morguninn var sex stiga hiti. Svo seinni hlutann nú fyrir skömmu.  Sól og blíða alla daga, ég sem  var farin að halda að þessi þráláti orðrómur um rokrassgatið hér suður með sjó hefði við rök að styðjast.  En nú get ég ýtt því frá mér, enda búin að festa kaup á húsi  hér í Sandgerði.  Það er eins og veröldin verði öll fegurri á svona dögum,  maður verður eitthvað svo jákvæður og vildi bara helst alltaf vera í fríi.  En það maður yrði víst leiður á því líka.  Segir ekki máltækið að vinnan göfgi manninn ?  Og eitthvað held ég að sé nú til í því.  Allavega er sumarfríið mitt b úið og ég get glaðst yfir því að nú muni vinnan göfga mig.  Hvernig í ósköpunum sem bakaríið á nú að gera það ?  Sjáið þið hvað er alltaf stutt í neikvæðnina ?  Ég hef nefnilega undanfarnar vikur og mánuði  verið að reyna að temja mér jákvæðni og ég er ekki frá því að það sé farið að skila árangri, ef hægt er að segja svo ?  Það var juniorinn minn sem benti  mér á þetta þegar hann kom og batt á mig rauða þráðinn.  Hvað svo sem má um þennan rauða þráð segja ?  Þá í hvert sinn er ég lít hann á vinstri hönd minni minnir hann mig á að vera jákvæður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband