3.7.2007 | 22:12
Trúskapur
Trúskapur.
Ég sat eins og sjálfsagt margir landar mínir og horfði á Kastljós um daginn þegar Fríkirkju prestur og Þjóðkirkju prestur tókust á í sjónvarpsal. Mikið ósköp þykir mér alltaf sorglegt að heyra boðbera trúarinnar rífast um hundómerkilega hluti sem koma í raun fagnaðarboðskapnum alls ekkert við. Svo tók nú botninn alveg úr þegar Eiríkur á Ómega býður bænasvör gegn þóknun. Það verður stutt í það sem Kaþólska kirkjan gerði til að fjármagna byggingu Péturskirkjunnar. Ég hef sjálfur komið nálægt trúskapnum en gekk sífellt á veggi og dró mig loks í hlé. Ég má til með að útskýra þetta orð trúskapur Símamaður nokkur er bjó á Ægissíðu í Reykjavík hafði þetta gjarnan að orði er hann umgekkst nýfrelsaða einstaklinga. Hvernig gengur í trúskapnum ?" Mér finnst þetta fínt orð því þegar öllu er á botninn hvolft snýst allt um peninga. Niðurstaðan úr Kastljósþættinum var sá að Þjóðkirkjan er ríkisrekin trúskapur og Fríkirkjan einkarekin trúskapur án styrkja. Eiríkur gerir örvæntingarfullar tilraunir til að fjármagna sjónvarpsævintýri sitt. Ég efast ekki um að flestir er stofna nýjan söfnuð gengur gott eitt til. Svo tekur hin blákaldi raunveruleiki við. Harður buisness heimur og eins og sagt er á góðri Íslensku Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um peninga
Athugasemdir
Mér finnst eins og það eigi að einkavæða Þjóðkirkjuna og hætta að hafa trúfélög í skattinum. Kirkjum myndi örugglega fækka um helming ef þær þyrftu að treysta á beina styrki eða áskrift. Sem er gott mál enda yrði það réttari sýn á hversu trúuð þjóðin raunverulega er.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 22:23
Blessaður Ingi minn glæsileg síða hjá gamla manninum ...
Lucas (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.