Einu sinni rokkari alltaf rokkari

Ég er oft spurður að því hvort ég sé ekki orðin leiður á að spila ?  Við sem höfum staðið í eldlínuni í nokkra áratugi fáum sjálfsagt margir (margar, svona til að gæta jafnréttis !) slíkar spurningar.  Ert´u ekki orðin alltof gamall til að standa í þessu ?   Hvernig nennir´u þessu ?  Hvernig þolir konan þín þetta ? Ég spyr á móti.  Hvenær verður maður of gamall til að spila og flytja tónlist ?  Ég hef reynt að hætta, en það einfaldlega gekk bara ekki upp.  Ég  segi eins og alkarnir fékk bullandi fráhvarfseinkenni og lagðist í hálfgert þunglyndi.  Af hverju að hætta því sem manni finnst skemmtilegast í lífinu.  Sumir menn fara í veiði, aðrir í golf og svo. mætti lengi telja. Ég ætla nú ekki einu sinni að nefna hvað dagurinn í góðri laxveiðiá kostar ?  Við sem höfum ánetjast tónlistinni verðum bara að sætta okkur við orðin hlut og segja eins og einn sem söng í Gay parade "I am what I am"   Á meðan ég hef gaman af að troða upp og flytja tónlist og einhver hefur áhuga á að koma og hlusta á mig mun ég halda áfram.  Einu sinni rokkari alltaf rokkari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Ingi, ég ætla rétt að vona að þú eigir mörg ár eftir í tónlistinni, því í þessari grein verða menn bara betri með aldrinum ef rétt er haldið á spöðunum.

Tommi Sveins (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband