The Village Green Perservation Society

Ég verð að byrja á að játa það að ég sem gamall rockhundur og starfandi popptónlistarmaður í nokkra áratugi (að frátöldum nokkrum árum er ég hneigðist til trúskapar)  vissi ég ekki um þessa frábæru plötu.  Það er hlómsveitin Kinks sem gerði þennan öndvegisgrip  á sjötta áratugnum sem kom út um svipað leyti og  „Beggars Banquet“ með Rolling Stones og Jimy Hdendrix´s  „Electris Ladyland“  og að sjálfsögðu hvíta albúms Bítlana.  Þessi plata komst hvergi á lista á þessum árum.  Sem er með ólíkindum þegar maður hlustar nú árið 2007 á þennan grip.    Hvað olli ?  Á  þessum tíma var „það inn“ að vera í uppreisn, vera á móti ráðandi valdi.  „Street fighting man“ Stones  „Revelution“ Bítlarnir og svo mætti lengi telja.  En þarna kemur vel fram hve stórkostlegur lagasmiður Ray Davis er.  Þarna er hann að semja um ósköp venjulegt hverfi í  London.  Bara daglegt líf og skrítna fíra og ósköp venjulegt fólk .  Semur þarna  einskonar rokkóperu.  Ég ætla leyfa mér að vitna hér í orð eins mesta rokkhunds allra tíma Pete Townsend.  „For me, Village Green Persevation Society is Ray´s masterrwork.  It´s his Sgt Pepper, it´s what makes him definitive pop poet laureate.“  Pete Townsend 2004.  Fyrst kynni mín af þessu verki var á hippahátíð í Vestmannaeyjum nú á þessu ári 2007 þar var það bróðursonur minn Davíð Arnórsson bakari sem flutti lagið „Pitcure book“ sem er lag no 3 á plötunni.  Svo var það nú í júní 2007 að ég lagði leið mína á tónlistardeild bókasafns Hafnarfjarðar að ég rakst á þetta þrefalda albúm með The Kinks.   „Where have you been my blue eyed son“ ?

Bestu lög  „Pitcure Book“   og „Days“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Betra seint en aldrei.  The Village Green en vafalaust ein af betri plötum poppsögunnar. Ég set reyndar Kinks í sömu hillu The Beatles þegar tónsmíðar eru annars vegar.  Þar voru engir jafningjar þeirra á 7. áratugnum.

Annars hefur mér alltaf fundist Face To Face, plata nr 4 frá Kinks þeirra besta plata.  Veit ekki af hverju en svona er það bara.

En ef ég hefði haldið mig í Öldutúninu og ekki farið til Noregs hefðir þú örugglega kynnst The Village Green nokkrum árum fyrr. 

Dunni, 24.6.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Hermann Ingi Hermannsson

Hei Dunni þakka þér "comentið" þú skyldir þó aldrei vera Hálfdán Hauks og Didduson ?  Ef svo er ég giftur frænku þinni.

Hermann Ingi Hermannsson, 26.6.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband