22.6.2007 | 21:54
Þjóðarskútan.
Ég var að setja nýtt (nýtt og ekki nýtt) lag á tónlistarspilarann og ég verð bara að fá að útskýra út á hvað þetta lag gengur. Nú af afstöðnum alþingisþingkosningum mundi ég eftir þessu lagi en það var einmitt nákvæmlega fyrir fjórum árum síðan að þetta lag varð til. Ég meira að segja setti mig í samband við Guðmund Árna sem þá var í framboði fyrir Samfylkinguna og ýaði að því að þetta gæti orðið baráttusöngur. En ekkert varð úr því. En á þessum tíma fannst mér tímabært að hróka Dabba og co út. En eins og alþjóð veit gekk það ekki eftir. Ef þið takið það með í reikninginn að ég ólst upp í stærsta útgerðarbæ þessa lands, þá skiljið þið kannski hvað ég er að fara ? Annars heitir lagið Þjóðarskútan. "enjoy"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.