Hljómplatan

Hljómplatan "Mikið Var" sem Logar sendu frá sér árið 1977 mun verða endurútgefin á disk nú í sumar, reyndar bara á næstu vikum. Lögin "Minning um mann og sonur minn" sem komu út á smáskífu 1973 í gosárinu og seldist í 18000 eintökum (sem hlýtur að teljast einskonar met) ásamt nýju lagi sem var tekið upp nú í júní 2007 munu verða aukalög á disknum.    Útlit plötunnar mun að mestu leiti verða óbreytt frá frumútgáfunni að viðbættum myndum og stuttu ágripi af sögu hljómsveitarinnar.  Þar sem platan hefur verið ófáanleg í mörg ár munu margir eflaust fagna þessari útgáfu.,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það minnir mig á að ég skrifaði illa um þessa plötu í Þjóðviljann fyrir þremur áratugum.  Hef oft síðan fengið móral yfir þeim skrifum þegar ég heyri eða sé nafn Loga. 

  Mér til afsökunar hef ég það eitt að pönkbyltingin var nýskollin á og allir kjaftforir gagnvart eldri poppurum.  Ég var í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.  Þar voru menn fljótir að tileinka sér viðhorf pönksins.

  Núna,  þremur áratugum síðar,  er mér ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum bernskubrekum mínum sem plötugagnrýnanda.   

Jens Guð, 19.6.2007 kl. 22:30

2 identicon

Sæll Ingi minn

Þetta er flott......

Helgi Herrmannsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:38

3 identicon

Frábært að finna þig hér. Þú ert strax kominn í eftirlæti hjá mér. Mun fylgjast með daglega og vænti þess að hér sé bloggað daglega! Kysst betri, JÁ ÉG SAGÐI BETRI, helminginn frá mér (rólegur ég sagði bara kyssa) .            ´

Bæjarins bestu kveðjur frá Helgu

Helga (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Hermann Ingi Hermannsson

Heill  og sæll Jens, þér er að fullu fyrirgefið.  Þetta fanst mér skemmtilegt

Hermann Ingi Hermannsson, 26.6.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband