Hinn þöguli meirihluti

Þegar ég hlusta á umræðuna í þjóðfélaginu í dag verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alltaf um hvað er verið að ræða.  Þessar stjarnfræðilegu tölur eru eiginlega fyrir ofan skilning hins venjulega manns.  Icesave, Dow Jones vísitala, stýrivextir, kauphallir og fjármagnsmarkaðir.  Aftur verð ég að viðurkenna að mér yrði fátt um svör ef ég yrði spurður út í þessa hluti ?  Og ég trúi því að ég sé ekki einn um það. 

En okkur sem líður svona ber samt að láta í okkur heyra.  Ég ætla ekki að þykjast hafa einhverjar patentlausnir í farteskinu, sei sei nei. Líklega erum við þessi þöguli meirihluti sem lætur bjóða sér hvað sem er.  Ef við gætum virkjað það afl er liggur þar undir niðri hjá hinum þögula meirihluta mundu stjórnvöld heldur betur þurfa að hlusta.

Þegar ég heyri og les um að miljónir á miljónir ofan séu afskrifaðar fyrir fyrirtæki og kúlulánstaka er ekki laust við að gremjan og reiðin kraumi hressilega í brjósti mínu.  18 000 uppboðskröfur komnar til sýslumanns frá Íbúðalánasjóði. Ekki er afskrifað þar.  Nei hinn þöguli meirihluti er enn þögull þó búið sé að arðræna hann inn að skinni í formi hækkaðra höfuðstóla og verðtryggingar.  Og nú á að taka hann og hengja upp á fótunum og hrista úr honum klinkið í formi hækkaðra skatta og lægri launa. Hvaða skinsemi  er eiginlega í því að hækka skatta og lækka laun ?  Ætti því ekki að vera alveg öfugt farið ?  Hvað ætlum við að láta kúga okkur lengi ? Er ekki komin tími til að velta þessu lýðræðisoki af okkur ?  Því staðreyndin er að Íslenskt lýðræði er handónýtt og virkar engan vegin eins og það ætti að gera.  Við verðu með einhverju móti að velta þessu oki af okkur.  En hvernig ?  Gera byltingu ? Vopnaða ? Varla. En það verður að kollvarpa núverandi fyrirkomulagi og því fyrr því betra.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband