Smæð Íslendinga

Í raun er okkar stærsta vandamál smæð okkar.  Það hefur sýnt sig all rækilega á nýliðnu ári. Það má segja að allir Íslendingar séu meira og minna óhæfir til að fjalla um þessi mál er þjóðin nú glímir við.  Eins og að setja á stofn nefnd innan alþingis til að fjalla um hvort alþingismenn og ráðherrar hafi brotið lög.  Þvílík fyrra.  Ef einhverstaðar er óhæfi þá er það þarna.

Hvað er til ráða?  Það er mikið rætt um að spóla til baka og taka upp hin gömlu gildi og er það vel og gott að sjá hvernig þjóðin hefur svo sannarlega gert það á mörgum sviðum.  Hvernig væri að spóla alvarlega til baka og fara aftur heim til Noregs. Hreinlega sameinast Noregi?  Þá væri smæðin ekki að há okkur og við mundum kannski fara að umgangast peninga með meiri virðingu en við höfum gert hingað til?   Er þetta svo brjálæðisleg hugsun Tvær fremstu fiskveiðiþjóðir heims saman í eina sæng!  Sumir segja að við myndum missa yfirráð okkar yfir fiskimiðunum?  Ég fæ ekki betur séð en þjóðin sem slík sé löngu búin að glata auðlindinni til nokkurra útvalinna flokksgæðinga. Sem hafi breitt óveiddum fiski í hlutabréf í hrundum bönkum gegn veði í kvóta og kröfurnar í höndum erlendra aðila

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú ert væntanlega að ræða fjölda Íslendinga - ekki líkamshæð? Við erum með hæstu þjóðum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.1.2010 kl. 20:18

2 identicon

Come on !  að sjálfsögðu fjölda

Hermann Ingi eldri (afi) (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband