Færsluflokkur: Bloggar

The Village Green Perservation Society

Ég verð að byrja á að játa það að ég sem gamall rockhundur og starfandi popptónlistarmaður í nokkra áratugi (að frátöldum nokkrum árum er ég hneigðist til trúskapar)  vissi ég ekki um þessa frábæru plötu.  Það er hlómsveitin Kinks sem gerði þennan öndvegisgrip  á sjötta áratugnum sem kom út um svipað leyti og  „Beggars Banquet“ með Rolling Stones og Jimy Hdendrix´s  „Electris Ladyland“  og að sjálfsögðu hvíta albúms Bítlana.  Þessi plata komst hvergi á lista á þessum árum.  Sem er með ólíkindum þegar maður hlustar nú árið 2007 á þennan grip.    Hvað olli ?  Á  þessum tíma var „það inn“ að vera í uppreisn, vera á móti ráðandi valdi.  „Street fighting man“ Stones  „Revelution“ Bítlarnir og svo mætti lengi telja.  En þarna kemur vel fram hve stórkostlegur lagasmiður Ray Davis er.  Þarna er hann að semja um ósköp venjulegt hverfi í  London.  Bara daglegt líf og skrítna fíra og ósköp venjulegt fólk .  Semur þarna  einskonar rokkóperu.  Ég ætla leyfa mér að vitna hér í orð eins mesta rokkhunds allra tíma Pete Townsend.  „For me, Village Green Persevation Society is Ray´s masterrwork.  It´s his Sgt Pepper, it´s what makes him definitive pop poet laureate.“  Pete Townsend 2004.  Fyrst kynni mín af þessu verki var á hippahátíð í Vestmannaeyjum nú á þessu ári 2007 þar var það bróðursonur minn Davíð Arnórsson bakari sem flutti lagið „Pitcure book“ sem er lag no 3 á plötunni.  Svo var það nú í júní 2007 að ég lagði leið mína á tónlistardeild bókasafns Hafnarfjarðar að ég rakst á þetta þrefalda albúm með The Kinks.   „Where have you been my blue eyed son“ ?

Bestu lög  „Pitcure Book“   og „Days“


Þjóðarskútan.

Ég var að setja nýtt (nýtt og ekki nýtt) lag á tónlistarspilarann og ég verð bara að fá að útskýra út á hvað þetta lag gengur.  Nú af afstöðnum alþingisþingkosningum mundi ég eftir þessu lagi en það var einmitt nákvæmlega fyrir fjórum árum síðan að þetta lag varð til. Ég meira að segja setti mig í samband við Guðmund Árna sem þá var í framboði fyrir Samfylkinguna og ýaði að því að þetta gæti orðið baráttusöngur.  En ekkert varð úr því.  En á þessum tíma fannst mér tímabært að hróka Dabba og co út. En eins og alþjóð veit gekk það ekki eftir.  Ef þið takið það með í reikninginn að ég ólst upp í stærsta útgerðarbæ þessa lands, þá skiljið þið kannski hvað ég er að fara ?  Annars heitir lagið Þjóðarskútan.  "enjoy"


Að hætta að reykja. Þankar Hermanns Inga eldri

Þankar.

Að hætta að reykja !  Nú eru um það bil fjórir mánuðir síðan ég drap í síðasta vindlinum.  Ég hef eitthvað þyngst, en samt ekki það mikið að á sjái.  En hef engu að síður bætt aðeins á mig. Ég er nokkuð viss um að þarna bresti varnargarðarnir hjá mörgum.  Hræðslan við að fitna verður viljanum til að hætta að reykja yfirsterkari.  En það var ekki þetta sem ég ætlaði að tala um.  Heldur, af hverju lífið verður svona fjandi leiðinlegt þegar maður hættir að reykja ?  Ég hef spurt fjölda manns og allir eru á einu máli að lífið verði drepleiðinlegt í kjölfar þess að hætta að reykja.  Hvað er þá svona skemmtilegt við það að reykja ?  Það er nú ekki margt, eiginlega ekki neitt.  Af hverju verður þá lífið svona leiðinlegt ?  Það fer talsvert mikill í tími í að reykja.  Og líkaminn hlýtur að eyða talsverðri orku í að vinna úr nikótíninu svo ég tali nú ekki um að hreinsa út lungun.  Svo þú situr uppi með meiri tíma og meiri orku.  Hvernig líður manni þegar maður er iðjulaus ?  Nú manni hundleiðist.  Getur þá ekki verið að einmitt þarna liggi hundur grafinn ?  Ef maður fyllir ekki þennan tíma með sitthverju öðru   þá er gefið mál að leiðatilfinning láti á sér kræla.  Ég  held að maður verði að vera meðvitaður um þetta og svo er annað sem maður má ekki klikka á.  Það er að verðlauna sjálfan sig með þeim peningum sem annars fóru í tóbakið,  já , í þig.  Ekki reikninga ekki í heimilisreksturinn,  heldur þig sjálfan.  


Hvað er á seyði í Hafnarfirði

 

Skemmtilegir hlutir eru að gerast í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldum.  En þar hafa komið saman Georg Ólafsson, Vignir Ólafson, Hilmar Sverrisson og ég Hermann Ingi Hermannsson eldri  til æfinga já og bara til að hafa gaman af lífinu og tilverunni. Það má segja að þetta sé eins og hinn besti saumaklúbbur nema hvað við saumum á hljóðfæri.   Og ég get alveg lofað ykkur því það er ofboðslega gaman hjá okkur. Eins og flestir sjálfsagt vita eru Georg og Vignir báðir meðlimir í hinni vinsælu hljómsveit Papar og til að fyrirbyggja allan misskilning eru þeir ekkert á förum þaðan.     En Papar eru í pásu sem stendur.   Hilmar og ég (Hermann) erum báðir í ýmsum músíkverkefnum líka,  Logar eru enn eitthvað á ferðinni og verða í sumar.   Ekki hefur verið fundið nafn á fyrirbærið, en ýmsar tillögur hafa poppað upp svo sem  Rumpur, Hamingjuhersveitin, Gigtarfélagið, Með streng í baki, Glerlestin og fleyra og fleyra.                                                                  


Hljómplatan

Hljómplatan "Mikið Var" sem Logar sendu frá sér árið 1977 mun verða endurútgefin á disk nú í sumar, reyndar bara á næstu vikum. Lögin "Minning um mann og sonur minn" sem komu út á smáskífu 1973 í gosárinu og seldist í 18000 eintökum (sem hlýtur að teljast einskonar met) ásamt nýju lagi sem var tekið upp nú í júní 2007 munu verða aukalög á disknum.    Útlit plötunnar mun að mestu leiti verða óbreytt frá frumútgáfunni að viðbættum myndum og stuttu ágripi af sögu hljómsveitarinnar.  Þar sem platan hefur verið ófáanleg í mörg ár munu margir eflaust fagna þessari útgáfu.,

Fyrstu 3 lögin sett á spilarann.

Ástin þú og ég, Lag og texti Hermann Ingi eldri.   Lagið tók þátt í dægurlagakeppni í Borgarfirði fyrir nokkrum árum síðan og lenti í þriðja sæti.   Hér er það flutt af höfundi og bróður hans Helga.  Tekið upp á Selfossi hjá Helga Hermanns

Nunna.  Lag Hermann Ingi eldri texti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.   Davíð hefur lengi verið það skáld sem ég hef hvað mestar mætur á og það er bókstaflega eins og lögin liggi inni í ljóðinu. Lagið var tekið upp í Brauðbotni að Flúðum sumarið 2004.  Elísabet spilar á afríska trommu, bodhron og flautu.  Hermann Ingi syngur og spilar á gítar.

Þurs. Lag Hermann Ingi texti Friðrik Guðni Þórleifsson. Var eitt sinn staddur í Þórsmörk með hljómsveitinni "Scruffy Murffy" á vegum Ferðafélags Íslands og þar rétti maður mér þetta ljóð "Þurs" og sagði "það væri gaman að fá lag við þetta".  Þremur árum seinna dró' ég ljóðið úr pússi mínu og til varð þetta lag.  Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég var að blaða í barnasöngvabók og rak þá augun í þennan texta.  Samin af Guðna við lagið "Pop the magic dragon"  Elísabet spilar á afríska trommu og bodhron, Helgi bro á gítar og ég sjálfur syng og spila á gítar.  Einnig tekið upp í Brauðbotni 2004        


Logar í stúdíó

Dagana 11 og 12 júní voru kapparnir í hinni fornfrægu hljómsveit Logar við upptökur í stúdíó Sýrlandi í Hafnarfirði.  Tilefnið var að á næstu dögum verður L P platan "Mikið Var" endurútgefin ásamt aukalögum.  Logar gerðu þessa plötu í Hljóðrita árið 1977 og er gaman að kapparnir skyldu mæta aftur 30 árum seinna á sama stað og bæta nýju lagi við.

logar-a-spani-1971[1]


Hér er nýtt blogg í uppsiglingu

Hér er nýtt blogg í uppsiglingu og á næstu dögum mun það taka á sig endanlega mynd.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband