Daylight robbery

Ég þurfti að fara í umboð  (Skóda) Oktavíunar mína til  láta skipta um tímareim og láta athuga með torkennilegt hljóð er barst undan bílnum og kíkja á sjálfskiptinguna.  Þegar búið var að skoða bílinn var mér tjáð að þessi aðgerð mundi kosta 515 000 kar. Já sæll !  Í hverju liggur þetta spurði ég ? Nú hvarðakúturinn er ónýtur og nýr kútur kostar 300 000 kr og hitt er vinna og efni.  "Þetta er bara nýr bíll" varð mér að orði.  " "Ekki segi ég það" svaraði viðgerðamaðurinn".   "Hefur þú ekki óvart bætt auka núlli við töluna ?" Spurði ég.  "Nei þetta er verðið" var svarið.  Ég tjáði manninum að ég hefði ekki slíkan pening.  "Þú getur dreift þessu yfir eitt ár" sagði hann og ég hafnaði því.  "Skiptið um tímareimina og kíkið á sjálfskiptinguna en sleppið kútnum" sagði ég og gekk út.

Klukkutíma seinna er ég var aftur komin til vinnu minnar hringir síminn og Heklumaðurinn var í símanum. "Ég var að gramsa í gömlu drasli og fann sérpantaðan hvarðakút og þú getur fengið hann á 150 000 kr.  "Nei takk" svaraði ég.

Þar sem mér fannst farir mínar ekki sléttar snéri ég mér til pústþjónustu í Hafnarfirði og viti menn  þar gat ég fengið hvarfakút á 17 000 kr.

Já hún ríður ekki við einteyming spillingin og styngur sér niður víða.  En hei! Er Hekla í eigu ríkisins núna ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það má með sanni segja að þetta sé rán um hábjartan daginn, við fengum einmitt þessi svör líka hjá Heklu og ég sneri mér til FÍB og þeir bentu á þessa aðila í Hafnarfirði, og viti menn það var tekið eitt núll aftan af tölunni hjá Heklu.

Ótrúlegur verð munur. Hvernig er þetta hægt.

Hafdís Júlía (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 20:07

2 identicon

Já þetta virðist vera stundað þarna á bæ.  Ég hef heyrt þetta sama frá nokkrum aðilum

Hermann Ingi eldri (afi) (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband